Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 Citroën C5 SX Citroën Berlingo Van Citroën C4 SX Saloon Citroën C3 SXCitroën C4 Comfort Saloon Citroën C5 SX Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | notadir.brimborg.is C ohn & W olfe P ublic R elations Íslandi Eingöngu bílar sem sérfræðingar Citroën mæla með Farðu á netið og skoðaðu Citroën á notadir.brimborg.is Skoðaðu notaða úrvalsbíla í sýningarsal Citroën, Bíldshöfða 8, í dag. Komdu í kaffi og kleinur í sýningarsal Citroën, Bíldshöfða 8. Nýtum notaðan Citroën Nýtum notaðan CItroën Nýtum notaðan Citroën Nýtum notaðan CItroën Nýtum notaðan Citroën Nýtum notaðan Citroën 1,6 bensín sjálfskiptur Fast númer ZKY67 Skrd. 09/2007 Ek. 8.000 km Ásett verð 2.090.000 kr Afsláttur 300.000 kr Tilboðsverð 1.790.000 kr. 1,6 bensín sjálfskiptur Fast númer TE728 Skrd.07/2006 Ek. 23.000 km Ásett verð 2.095.000 kr. Afsláttur 345.000 kr. Tilboðsverð 1.750.000 kr. 2,0 dísil beinskiptur Fast númer DJ251 Skrd. 06/2005. Ek. 75.000 km Ásett verð 1.350.000 kr. 1,6 bensín beinskiptur Fast númer OS893 Skrd. 06/2005. Ek. 37.000 km Ásett verð 1.590.000 kr. 2,0 bensín sjálfskiptur Fast númer RS670 Skrád. 07/2005 Ek. 40.000 km Ásett verð 2.050.000 kr. 2,0 bensín sjálfskiptur Fast númer PP833 Skrád. 08/2005 Ek. 76.000 km Ásett verð 1.950.000 kr. Citroën Avant Garde Design er svolítið sjálfhverf hönnun. Hún er mjög framúrstefnuleg enda hugsuð fyrir sjálfstætt fólk. Sjáðu Citroën. Spurðu um Fyrirmyndarþjónustu Brimborgar. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is ÍMYND Íslands hefur beðið hnekki og heyrist jafnvel fleygt að með hruni efnahagsins hafi áratuga markaðsstarf farið í súginn. Hjá Ice- landair eru menn þó ekki sammála því að vörumerkið Ísland sé ónýtt, þar hefur verið unnið markvisst að því frá 1. október að snúa vörn í sókn. Svæðisstjórar helstu umdæma Icelandair; þ.e. Norðurlanda, Bret- lands, meginlands Evrópu, Norður- Ameríku og Íslands, eru nú á land- inu og hittust í gær til að fara yfir þá stöðu sem blasir við og hvernig tek- ist hefur að vinna úr henni síðustu vikur. Í máli þeirra allra kemur fram að í einu vetfangi hafi markaðs- staðan gjörbreyst. Snemma í októ- ber var ákveðið að færa áhersluna af íslenska markaðnum og yfir á þann erlenda með skjótum árangri. Neikvæð umfjöllun leituð uppi Margir hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að láta almannatengslastarf mæta algjörum afgangi í kreppunni. Ímynd Íslands út á við er allri þjóð- inni mikilvæg en ekki síst fyrirtæki eins og Icelandair sem byggir af- komu sína á henni. Starfsfólk Icelandair erlendis sá sér því ekki annað fært en að bretta upp ermar og hefur jafnvel leitað markvisst uppi neikvæða umfjöllun til þess gagngert að leiðrétta hana. „Allt fór á hvolf á einum degi,“ segir Einar Páll Tómasson, svæð- isstjóri meginlands Evrópu. „Um- ræðan var mjög neikvæð en við brugðumst við af mikilli ágengni og okkur tókst að snúa umfjölluninni við.“ Svipaða sögu segir Hjörvar S. Högnason af Bretlandi. Þrátt fyrir beitta gagnrýni á Íslendinga í bresk- um blöðum óx áhuginn á Íslandi sem áfangastað hratt á örfáum dögum, einkum borgarferðum, enda hafa Bretar verið áberandi á götum Reykjavíkur síðustu vikur. Á Norð- urlöndum hefur í haust verið lögð áhersla á að nú sé rétti tíminn til að heimsækja loksins Ísland og Reykjavík er kynnt sem ódýrasta höfuðborg Norðurlanda. Í N-Ameríku var að sama skapi markaðssetningu Icelandair snarsnúið á methraða í kjölfar efna- hagshrunsins og mikil áhersla lögð á styrkleika dollars gagnvart krónu. Uppskeran er 100% aukning á bókunum frá Norður-Ameríku til Ís- lands í október og nóvember miðað við sama tíma í fyrra og vakti her- ferðin athygli bandarískra miðla s.s. New York Times, sem fjallaði um möguleikana á að snúa erfiðri mark- aðsstöðu sér í vil. Einar Páll segir að lykilatriði hafi verið að hamra járnið á meðan það var heitt „Ef við hefð- um tekið okkur 2 vikur í að komast í gang þá hefði það misst marks.“ Þeir segja bókunarmunstrið hafa breyst, fólk bregðist nú t.d. hratt við gengisbreytingum krónunnar og bóki með stuttum fyrirvara ferðir sem áður voru skipulagðar langt fram í tímann. En þótt þeir auglýsi sérstaklega hagstætt verð leggja þeir áherslu á að ástæður þess að fólk vilji koma til Íslands séu þær sömu og áður. „Við erum að selja Ís- land á nákvæmlega sömu forsendum og áður, varan hefur ekkert breyst í sjálfu sér,“ segir Einar. Þvert á móti sé nú byggt á sterk- um grunni eftir margra ára vinnu að ímyndarsmíð Íslands. Það sem helst sé nú breytt sé að mikill fjöldi þeirra sem alltaf hefur langað að heim- sækja landið, sjái sér það loksins fært í fyrsta sinn vegna lægra verðs. Ísland enn gott vörumerki Morgunblaðið/RAX Birkir H. Guðnason, Helgi M. Björgvinsson, Einar Páll Tómasson, Hjörvar S. Högnason, Þorvarður Guðlaugsson, Bjarni B. Harðarsson og Þorsteinn Egilsson.  Ímynd Íslands er ekki með öllu farin í súginn að mati svæðisstjóra Icelandair erlendis sem staðið hafa í markvissri herferð til að snúa umræðunni  Telja áhuga á Íslandi enn fyrir hendi og tækifærin mikil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.