Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is KOMIN er í gang nokkurs konar fegurðarsamkeppni um hvar gagnaver rísi hér á landi á næstu árum. Sjö sveitarfélög ásamt Grundartangahöfn hafa nú skrifað undir viljayfirlýsingu með fyrirtæk- inu Greenstone um byggingu gagnavers. Um 10-15 milljarða króna fjárfestingu getur verið að ræða við hvert gagnaver, fyrir utan kostnað við að leggja sæstreng til landsins frá Bandaríkjunum, sem er forsenda þess að gagnaverin verði reist. Kostnaður við slíkan streng er áætlaður um 12 milljarðar króna. Fyrsta sveitarfélagið sem ritaði undir viljayfirlýsingu með Green- stone var Ölfus, eða í apríl sl., að viðstöddum Össuri Skarphéð- inssyni iðnaðarráðherra og fleiri háttsettum mönnum. Við sama tækifæri var önnur viljayfirlýsing undirrituð milli Greenstone og Far- ice um gagnaflutninga til Evrópu gegnum nýja Danice-strenginn. Síðan hafa nokkur bæst við eða Fljótsdalshérað, Fjallabyggð, Dal- víkurbyggð, Skeiða- og Gnjúpverja- hreppur, Hafnarfjörður og loks Austur-Húnvetningar með tilstilli Byggðasamlags um atvinnumál A- Húnavatnssýslu. Þá var í síðustu viku tilkynnt um viljayfirlýsingu með Grundartangahöfn. Beiðni var send til fleiri sveitarfé- laga, bæði með formlegum hætti og óformlegum með fyrirspurnum, en einhver þeirra munu hafa hafnað erindi Greenstone, m.a. Akureyr- arbær og Skagafjörður. Fyrr- nefnda sveitarfélagið vildi vinna þetta mál með fleiri aðilum í Eyja- firði, þar sem ekki var talið nægt landrými innan bæjarmarka Ak- ureyrar, en Skagfirðingar eru með annan samstarfsaðila í sigtinu. Sveinn Óskar Sigurðsson hjá Ami- cus á Íslandi, einum eigenda Green- stone, segir að ekki verði skrifað undir fleiri viljayfirlýsingar. For- ráðamenn félagsins hafi viljað hafa valkosti fyrir væntanlega leigj- endur enda séu það þeir sem muni velja þá staði sem þeim þyki væn- legastir. „Markmiðið er aðallega að brjóta ísinn varðandi Ísland sem vænlegan kost og hver staður á landinu hefur sína kosti í þessu efni,“ segir hann. Kemur Ölfusingum á óvart Ólafur Áki Ragnarsson, sveit- arstjóri í Ölfusi, segir það óneit- anlega hafa komið sér á óvart hve mörg sveitarfélög hafi bæst við eft- ir að þeir skrifuðu undir í vor. „Þetta er öðruvísi en lagt var upp með en í sjálfu sér eru engin eft- irmál af því af okkar hálfu,“ segir Ólafur Áki en í samningi við Green- stone er m.a. ákvæði um að ekki sé rætt við aðra aðila á meðan frekari ákvarðanir liggja ekki fyrir hjá Greenstone. Þrátt fyrir slík ákvæði segir Ólafur Áki að sveitarfélagið hafi haldið áfram sinni heimavinnu og tekið á móti öllum áhugasömum fyrirtækjum í framkvæmdahug. „Við verðum að halda áfram að fiska. Við erum nú ýmsu vanir hérna í sveitarfélaginu,“ segir Ólaf- ur Áki en í gegnum tíðina hafa fjöl- mörg fyrirtæki sýnt áhuga á að reisa verksmiðjur og ýmis fyrirtæki í Þorlákshöfn og nágrenni. Spurður hvort ekki sé hætta á að óraunhæfingar væntingar geti skapast hjá sveitarfélögunum segir Sveinn Óskar að í því ástandi sem nú ríki um heim allan verði að leita leiða fyrir landsbyggðina sem og fyrir landið í heild. Mikill áhugi í Kaliforníu „Öllum aðilum er ljóst að við verðum að bjóða valkosti. Ef við náum að brjóta ísinn varðandi Ís- land og ljósleiðari verður lagður frá Íslandi til Bandaríkjanna, þá er ljóst að fleiri gagnaver en eitt munu rísa á Íslandi á næstu árum.“ En hver er staðan hjá Green- stone í dag? Sveinn Óskar er núna staddur á ráðstefnu í Palm Springs í Kaliforníu til að kynna þá staði sem eru í boði á Íslandi. Hann segir áhugann vera mikinn. „Verkefni af þessum toga veltur ekki endilega á þeim stöðum sem eru í boði, heldur mun fremur á Ís- landi og þeim gagnatengingum sem standa til boða, sem og orkuverði og öryggisþáttum. Aðilar frá virt- um netfyrirtækjum og stórnot- endum gagnavera hafa komið og rætt við okkur og lýst áhuga sínum. Spurningin snýr að því hverjir munu brjóta ísinn varðandi Ísland.“ Um fjármögnunina við núverandi aðstæður segir Sveinn hana vissu- lega vera erfiða. „En við bendum aðilum á að þeir hafa á Íslandi að- gang að mjög góðum kostum, vel- vilja stjórnvalda og grænni orku á samkeppnishæfu verði. Þar liggur samkeppnishæfni Íslands umfram aðra staði í heiminum,“ segir hann. Fegurðarsamkeppni bæja  Búið að gera átta viljayfirlýsingar um gagnaver Greenstone  Öðruvísi en lagt var upp með, segir sveitarstjóri Ölfuss  Verðum að bjóða marga valkosti og brjóta ísinn, segir einn eigenda Greenstone Í HNOTSKURN » Á meðan Greenstone leit-ar að samstarfsaðilum hér á landi er Verne Global komið lengst í sínum undirbúningi. » Verne áformar gagnaverá gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og hefur skoðað fleiri staði á landinu undir önnur gagnaver. » Félagið Titan Global, semer m.a. á vegum Jónasar Tryggvasonar, er einnig að skoða möguleika á gagnaveri.    "           ! " #$ % &  $& '   * &)  +&&)   $ ' ( %)     &*  *$      ! +"       ,      ,&)  * - $ $   ! *& - "     . $)/# *   "   $       &)  0&/   #  *  1      2 ) & 3   4 * ! )   5) &   & % $           FJÁRFESTINGARSTOFA lét VGK-Rafhönnun (nú Mannvit) gera skýrslu fyrr á þessu ári um möguleika á gagnaverum/netþjónabúum á Íslandi, þar sem úttekt var gerð sérstaklega á 10 sveitarfélögum og einu land- svæði. Ekki var um tæmandi úttekt að ræða, að sögn Þórðar H. Hilmarssonar, framkvæmdastjóra Fjárfestingarstofu, heldur leiðbeinandi skýrslu til að sjá hvaða landshlutar gætu tekið við starfsemi af þessu tagi. Þannig er t.d. ekki Höfn í Hornafirði í skýrslunni en það svæði gæti að sögn Þórðar hentað ágætlega. Tekið var tillit til nokkurra þátta, eins og rafmagns- og ljósleiðarateng- inga, samgangna, atvinnumála og aðgengis að kælivatni. Þessir 11 staðir voru Borgarbyggð, Ísafjarðarbær, A-Húnavatnssýsla, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akureyrarbær, Fljótsdalshérað, Seyðisfjarð- arkaupstaður, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavík- urbær og Sandgerðisbær. Komu flestir þessara staða ágætlega út í skýrsl- unni, nema hvað að ókostir reyndust mestir á Ísafirði og Seyðisfirði. Við þrjá þessara aðila hefur Greenstone nú gert samning; Ölfus, Fljóts- dalshérað og A-Húnvetninga, og leitað svo til fleiri sem ýmist hafa hafnað erindunum eða ekki afgreitt þau. Önnur gagnaversfyrirtæki hafa stuðst við skýrsluna og skoðað marga af þessum stöðum. Þórður segir að þótt Greenstone eða önnur fyrirtæki hafi fengið upplýs- ingar og gögn þaðan þá hafi hún ekki mælt með þeirri leið að gera samn- inga við svo mörg sveitarfélög. Aldrei verði svo mörg gagnaver reist og miklar líkur á að byrjað verði á suðvesturhorni landsins. Ellefu staðir voru skoðaðir VERNE Global er líkast til lengst á veg komið í sínum und- irbúningi með gagnaver hér á landi. Félagið varð sér úti um fasteignir á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og hefur þegar auglýst eftir fólki til starfa. Verne er í eigu Novators Björgólfs Thors og bandaríska félagsins General Catalyst Partners. Þorvaldur E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verne Global, vísaði í gær á fjölmiðlafulltrúa félagsins þegar leitað var eftir upplýsingum um stöðu verkefnisins en sá vildi ekki tjá sig að svo stöddu. Fram hefur komið í máli Þorvaldar í Morgunblaðinu að Verne verði líklegast búið að ráða um 10 manns til starfa hér á landi næsta haust. Í dag starfa fjórir fyrir félagið á Íslandi en 12 í Bandaríkj- unum við undirbúning margs konar. Verne komið lengst á veg HALLDÓR Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði og for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ekki hafa fengið beiðni frá Greenstone, enda hafi Vestfirðir, Snæfellsnes og fleiri landsvæði ekki verið inni í mynd- inni vegna óöryggis í raforku- og gagnaflutningsmálum. Því miður hafi vilji ekki reynst fyrir því hjá stjórnvöld- um að leysa þessa þætti. Sambandsleysið til Vestfjarða hafi hamlað fleiri fyrirtækjum sem hafi haft áform um rekstur þar. Um það hvort verið sé að vekja óraunhæfar væntingar meðal sveitarfélaga með undirritun svo margra viljayfirlýsinga segir Hall- dór, að alltaf sé hætta á að einhverjir treysti því að af verkefninu verði. „Ég skil samt mjög vel að sveitarfélögin vilji skrifa undir því þau hugsa sem svo að miði er möguleiki. Ef svona fyrirtæki myndi leita til okkar, þá myndi ég hiklaust mæla með því. Hins vegar megum við passa okkur á að vænta ekki of mikils af svona verkefni. Við megum ekki við öðru vatns- ævintýri,“ segir Halldór og vísar þar til allra þeirra áforma sem hafa verið uppi um vatnsverksmiðjur víða um land. „Miði er möguleiki“ TITAN Global er nýr þátttakandi í kapphlaupinu um byggingu gagnavers á Íslandi. Jónas Tryggvason, fv. framkvæmdastjóri hjá Actavis og gamall fimleikakappi, er meðal þriggja aðstandenda þess félags en í samtali við Morgunblaðið segist hann vera með aðra aðkomu en Greenstone og Verne. Titan Global ætli sér ekki að reka gagnaver heldur koma því í hendurnar á stóru, erlendu fyrirtæki sem vill hýsa slíka starfsemi á Íslandi. Þá er ekkert verið að veðja á smákónga, heldur risa á borð við Microsoft, Google, Yahoo og fleiri áþekk fyrirtæki. Við- ræður hafa farið fram við erlenda aðila en engir samningar verið undirrit- aðir enn. Að sögn Jónasar er áhersla lögð á stað í 100 km radíus frá höf- uðborgarsvæðinu. Búið er að þrengja staðarvalið við þrjá kosti, sem Jónas upplýsir ekki nákvæmlega hverjir eru, en á endanum verður aðeins einn staður valinn. „Númer eitt, tvö og þrjú er að vanda staðarvalið því þessi stóru fyrirtæki velja ekki hvað sem er. Ein fyrsta reglan er að hafa gagnaver ekki í ná- grenni við millilandaflugvöll, vegna hættu á flugslysum og hryðjuverkum. Þar þarf fjarlægðin að vera hið minnsta fimm kílómetrar,“ segir Jónas og vísar þar greinilega til áforma Verne Global við Keflavíkurflugvöll. „Mestu skiptir að vita hvað viðskiptavinurinn vill áður en við förum að velja staði sjálfir. Það þarf að skapast reynsla fyrir gagnaveri á Íslandi, ekkert slíkt er risið enn. Þeir sem þurfa að reka gagnaver á Íslandi hafa sett það upp í útlöndum, eins og CCP hefur gert,“ segir Jónas en gagnaver Titan er háð góðu ljósleiðarasambandi við Evrópu gegnum sæstrengina. Titan Global með stórfyrirtæki í sigtinu SÚ viljayfirlýsing sem Greenstone hefur gert við sveitarfélögin hefur í megindráttum verið hin sama. Um er að ræða 50 þúsund fer- metra lóð undir gagnaver sem sveitarfélögin hafa heitið að út- vega ásamt fleiri kostum. Áform eru um að reisa allt að 40 þúsund fermetra hús í tveim- ur áföngum, þar sem byrjað yrði á 1. áfanga á árunum 2010-2011. Greenstone hefur tekið að sér kynningu á möguleikum sveitarfé- lagsins í þessu efni, hönnun og væntanlega byggingu gagnavers. Talið er að hvert gagnaver skapi 20 ný störf og um 20 af- leidd störf fyrir viðkomandi svæði. Jafnframt hefur Green- stone ritað undir viljayfirlýsingu með Landsvirkjun um að útvega 50MW til hvers gagnavers. For- senda fyrir þessum byggingum er hins vegar að sæstrengur verði lagður milli Íslands og Bandaríkj- anna. Engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkan streng. Viljayfirlýsingarnar samhljóða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.