Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is ATVINNULEYSI er minna hjá 50 ára og eldri en hjá yngra fólki að sögn Karls Sigurðssonar, forstöðu- manns vinnumálasviðs Vinnu- málastofnunar. Hann hélt í gær er- indi á morgunverðarfundi þar sem fjallað var um stöðu 50 ára og eldri á vinnumarkaði. „Atvinnuleysi er auðvitað að aukast mjög hratt hjá öllum, m.a. hjá þessum hópi,“ segir Karl. „Samt sem áður er atvinnuleysi minna hjá 50 ára og eldri en hjá yngra fólki.“ Það segir hann vera hefðbundna þróun, að atvinnu- öryggi sé meira hjá þeim eldri. „Þeim er síður sagt upp, eða hæg- ar. Á hinn bóginn er það svo að ef menn á annað borð missa vinnuna, virðist vera erfiðara fyrir eldra fólk að finna sér nýja vinnu og þannig verður meiri hætta á langtíma- atvinnuleysi.“ Karl sagði ástandið hjá 50 ára og eldri vera tiltölulega gott miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Þó er það svo að yngra fólk kemur í miklum mæli inn á atvinnuleys- isskrá en það fer jafnframt fljótt út af henni aftur. „Það finnur sér fyrr nýja vinnu og er hreyf- anlegra milli landshluta og jafnvel landa. Það eltir vinnuna þangað sem hana er að finna,“ segir Karl og bætir við að yngra fólk sé líka viljugra til að fara í nám. Þetta segir hann verða til þess að eftir því sem teyg- ist á kreppunni verði til stækkandi hópur eldra fólks sem er atvinnu- laust í langan tíma. „Þeir sem eldri eru eru gjarnan sérhæfðari í starfi, hafa verið lengi í ákveðnu starfi og eru að missa starf sem ekki býðst að nýju. Yngra fólkið hefur yfirleitt meiri menntun og meiri þekkingu á nýrri atvinnugreinum, eins og upplýs- ingatækni og slíku, og hefur meiri tungumálakunnáttu,“ segir Karl. Atvinnuleysi er minna hjá fimmtíu ára og eldri Þó er meiri hætta á langtímaatvinnu- leysi eftir því sem teygist á kreppunni Tekið að halla degi Þess þarf að gæta að sá hópur sem tilheyrir fimmtíu og eldri komist aftur út á vinnumarkaðinn að niðursveiflu lokinni. Karl Sigurðsson Morgunblaðið/Kristinn GERT er ráð fyrir að Eftirlitsstofn- un EFTA, ESA, muni á fyrri hluta næsta árs ljúka skoðun sinni á því hvort lagaumhverfi og starfsemi Ríkisútvarpsins sé í samræmi við ákvæði EES-samningsins um ríkis- aðstoð. Málið hefur verið til skoðun- ar frá árinu 2002. Í nýlegu áliti Samkeppniseftirlits- ins um samkeppnishömlur sem stafa af stöðu og háttsemi RÚV á auglýs- ingamarkaði, segir að vegna þess að ESA sé með málið til skoðunar, geti Samkeppniseftirlitið ekki tekið það til athugunar hvort ríkisaðstoð sem RÚV nýtur sé í samræmi við leyfi- legan opinberan fjárhagsstuðning. Vinna náið með stjórnvöldum Að sögn Inge Hausken Thygesen, upplýsingafulltrúa ESA, vinna starfsmenn ESA að málinu í sam- vinnu við íslensk stjórnvöld. Unnið sé með það markmið í huga að ís- lensk stjórnvöld og ESA komist að sameiginlegri niðurstöðu um hvern- ig þessum málum skuli háttað í fram- tíðinni. runarp@mbl.is Skoðun á RÚV lýk- ur brátt ESA setur stefnuna á fyrri hluta árs 2009 SKIP Samskipa, Helgafell, skemmdist lítið þegar það rakst á hollenskan flutningapramma á ánni Nýju Maas í fyrradag og áætlun skipsins hefur ekki raskast af þeim sökum, að sögn Pálma Óla Magn- ússonar, forstöðumanns milli- landasviðs Samskipa. Nýja Maas er ákaflega fjölfarin siglingaleið enda rennur hún í gegnum risahöfnin í Rotterdam. Helgafell var á leið til hafnar í Rott- erdam þegar áreksturinn varð. Var í hvarfi Málið er til rannsóknar hjá hol- lenskum yfirvöldum. Pálmi Óli seg- ir að pramminn hafi verið í hvarfi á bak við skip sem var kyrrstætt, samsíða Helgafellinu, og skipstjóri hans hafi síðan siglt í veg fyrir ís- lenska flutningaskipið. Enginn hafi meiðst við áreksturinn og skemmd- ir á Helgafellinu hafi verið minni háttar. Sömu sögu er ekki hægt að segja af prammanum því að hann sökk við bryggju. runarp@mbl.is Pramminn sigldi í veg fyrir Helgafell LANGTÍMAATVINNULEYSI þekkist vart á Íslandi miðað við sum ná- grannalönd okkar. Í Bretlandi eru jafnvel til kynslóðir sem aldrei hafa unnið. Íslendingar vilja vinna og þá frekar eitthvað sem ekki tengist menntun þeirra eða reynslu en ekki neitt. Karl segir að ljóst sé að kreppan núna verði kröpp en ekki sé ljóst hversu langvarandi hún verður. Til lengri tíma litið þarf að hafa í huga að ekki verði langtíma- atvinnuleysi í hópi fimmtíu ára og eldri þegar uppsveifla hefst að nýju. „Þá er ljóst að hópurinn verður nokkuð stór sem hefur verið at- vinnulaus í langan tíma. Þá er hætt við að við förum að sjá hópa af fólki sem er alveg fullfært til vinnu en í rauninni fær ekki vinnu, fær ekki tækifæri,“ segir Karl. Fimmtíu ára og eldri eru gjarnan þeir síðustu sem komast aftur út á vinnumarkaðinn að niðursveiflu lokinni. Komast síðast í vinnu aftur að kreppu lokinni Detta út af vinnumarkaði mbl.is | Sjónvarp FULLTRÚAR hreppsnefndar Grímseyj- arhrepps áttu í gær fund með Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarstjóra á Akureyri um mögulega sam- einingu Gríms- eyjar og Akureyrar. Þingmenn úr Norðausturkjördæmi voru við- staddir fundinn. Að sögn Garðars Ólasonar sveitarstjóra voru viðræð- urnar jákvæðar og hyggst Sigrún bæjarstjóri heimsækja eyj- arskeggja síðar í mánuðinum til frekari viðræðna. Að sögn Garðars hefur vilji Grímseyinga til samein- ingarinnar verið kannaður og eru þeir almennt jákvæðir hugmynd- inni. Íbúar í Grímsey eru um 100 og er erfiðleikum bundið fyrir jafnfá- mennt sveitarfélag að standa undir lögboðinni grunnþjónustu. sisi@mbl.is Sameinast Grímsey og Akureyri? Garðar Ólason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.