Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 38
38 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008
SEXTÍU og fimm listamenn hafa
unnið að því sleitulaust í marga mán-
uði að undirbúa sýningu í minningu
bandaríska myndlistarmannsins Sol
LeWitt, en sýningin var opnuð í Ný-
listasafni Massachusetts í bænum
Norh Adams á mánudaginn. Varla
hefur veitt af góðum undirbúningi,
því ráðgert er að sýningin standi í 25
ár, og því dágóður tími til stefnu að
skoða herlegheitin.
Sol LeWitt var einn kunnasti
myndlistarmaður Bandaríkjamanna
og tengdist ýmsum straumum og
stefnum myndlistarinnar á 20. öld,
einkum konseptlist og minimalisma.
LeWitt málaði gjarnan, eða lét mála
fyrir sig eftir forskrift sem hann gaf,
risastórar veggmyndir. og það er sú
aðferð sem listamennirnir 65 hafa
notað við minningarverkið um hann.
Síðustu árin var Le Witt einhver
afkastamesti listamaður Bandaríkj-
anna, með ný verk á allt að 50 sýn-
ingum árlega.
Meir en 100 risastór veggverk á
sýningunni sýna feril LeWitts frá
1969 til dauðadags í fyrra. Sýningin
fyllir þrjár hæðir í tröllvaxinni, af-
lagðri verksmiðjubyggingu, sem
hefur verið endurbyggð að hluta og
tengd safnbyggingunni með stigum
og göngum.
Sýningin er samstarfsverkefni
Nýlistasafnsins í Massachusetts,
Listasafns Yale-háskóla og Lista-
safns Williams-skólans í Massachu-
setts.
Sol LeWitt
heiðraður
Sýning í 25 ár
Sol LeWitt Frá sýningu listamanns-
ins í Whitney listasafninu árið 2000.
ASKA, skáldsag-
an eftir Yrsu Sig-
urðardóttur, fór
beint í 47 . sæti
þýska kiljulistans
þegar hann var
birtur eftir há-
degi í gær. Aska
kom út í hinum
þýskumælandi
heimi í vikunni.
Þetta er önnur
bók Yrsu sem nær inn á þýska kiljul-
istann. Sér grefur gröf náði hæst í
39. sæti listans en komst inn á topp
tíu í Austurríki. Árlega koma út um
20.000 skáldverk á þýskum bóka-
markaði og um 80.000 titlar alls. Því
má segja að umtalsverð samkeppni
sé á þessum markaði. Á þýsku nefn-
ist Aska Das glühende Grab á
þýsku.
Fischer Verlag sem gefur út bæk-
ur Yrsu í Þýskalandi tryggði sér út-
gáfuréttinn á nýjustu sögu hennar,
Auðninni, þegar í vor – löngu áður
en Yrsa hafði lokið við að skrifa
hana.
Yrsa er núna stödd í Vancouver í
Kanada en hún lagði upp í fjögurra
vikna upplestrarferð um Bandaríkin
og Kanada fyrir viku til að undirbúa
jarðveginn fyrir bók sína Sér grefur
gröf sem kemur út vestan hafs eftir
áramótin.
Aska Yrsu
á þýska
listann
Yrsa
Sigurðardóttir
SÆNSKI rithöfundurinn Jens
Lapidus verður meðal höfund-
anna sem lesa úr verkum sín-
um í Te & kaffi, í bókabúð Máls
og menningar við Laugaveg.
Lapidus er staddur á landinu
til að kynna bókina Fundið fé
sem hefur slegið ærlega í gegn
í Svíþjóð.
Gergður Kristný les úr
Garðinum, Kristín Helga
Gunnarsdóttir úr Fíasól er flottust, Guðmundur
Andri les úr Segðu mömmu að mér líði vel, Stefán
Máli les úr Ódáðahrauni og Margrét Pála Ólafs-
dóttir les úr ævisögu sinni, Ég skal vera grýla.
Þetta er fimmti upplestrakvöldið í röðinni
„Gleymdu þér andartak“ og hefst kl. 20.
Bókmenntir
Sænskir og íslensk-
ir höfundar lesa
Jens Lapidus
LISTAVERKAUPPBOÐ til
styrktar Barnaheillum verður
haldið á Hilton Reykjavík Nor-
dica í kvöld, fimmtudag, klukk-
an 18.
Gallerí Fold er styrktaraðili
verkefnisins og er hægt að
skoða öll verkin á Myndlist.is
og gera forboð í verkin.
Hátíð trjánna – list í þágu
barna, er samstarfsverkefni
Barnaheilla og listamanna sem nú er haldið fjórða
árið í röð með listaverkauppboði. Ellefu þjóð-
þekktir listamenn tileinka Barnaheillum verk sín í
ár. Þema verkanna er tré og af því dregur hátíðin
nafn sitt, en listamennirnir sköpuðu verkin sér-
staklega af þessu tilefni.
Uppboð
Listaverk boðin
upp fyrir Barnaheill
Frá uppboði
Á MORGUN, föstudag, klukk-
an 16, verður opnuð í Tjarn-
arsal Ráðhúss Reykjavíkur
sýning á verkum tveggja fær-
eyskra listmálara, Eyðun av
Reyni og Kára Svensson.
Eyðun og Kári eru meðal
fremstu listamanna Færeyja,
en eins og kunnugt er hefur
sérstök expressjónísk lands-
lagshefð þróast í færeyska
málverkinu á liðnum áratug-
um. Listamennirnir vinna út frá landi og þorpum,
sem þeir afbyggja á persónulegan hátt, með
sterkri og litríkri pensilskrift. Verk eins helsta
frumherja færeyskrar listar, Ingolvur av Reyni,
föður Eyðun, er alla jafna til sýnis í Tjarnarsal.
Myndlist
Færeyskir lista-
menn í Ráðhúsinu
Úr verki eftir
Eyðun af Reyni
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞAÐ er rosagaman að spila með
öðrum, og svo eru þetta svo góðir
músíkantar sem ég er með – allt
saman mikilir snillingar,“ segir
Kristinn H. Árnason gítarleikari, en
hann verður í aðalhlutverki á tón-
leikum Kammermúsíkklúbbsins í
Bústaðakirkju á sunnudag kl. 20.
Í klassískri tónlist er gítarinn illu
heilli óttalegur eintrjáningur og ekki
oft að hann heyrist í samspili með
öðrum hljóðfærum. Hann er jú frá-
bært einleikshjóðfæri en það er ekk-
ert allt of mikið til af kammermúsík
þar sem gítarinn kemur við sögu.
„Þegar maður spilar með öðrum
þarf maður að hlusta jafn vel á þá og
sjálfan sig og maður bregst við því
sem þeir gera og reynir að blanda
sér í listrænu upplifunina. Þegar
maður er einn ræður maður auðvitað
öllu sjálfur. Það má segja að þetta
séu tvær hliðar á sama peningi því að
allt snýst þetta um að skapa fallega
og flotta músík. Það er ekki mikið til
af kammermúsík fyrir gítar og þetta
er í fyrsta sinn sem ég spila hjá
Kammermúsíkklúbbnum. Það er frá-
bært.“
Fékk að velja verkin
Það voru forsvarsmenn klúbbsins
sem komu að máli við Kristin og
báðu hann að setja saman prógramm
þar sem gítarinn væri í öndvegi. Og
hann fékk að velja sér meðleikara.
„Ég bar þetta auðvitað allt undir for-
svarsmenn klúbbsins og þetta var
unnið í samvinnu þótt þeir gæfu mér
þetta frjálsar hendur.“
Efnisskráin ætti ekki að svíkja
neinn. Kristinn hefur valið saman tvö
ítölsk verk, tvö spænsk, og í lokin
leikur hann með félögum sínum
tangóa eftir Astor Piazzolla.
Fyrsta verkið er gítarkvintett eftir
Boccherini og í klassískum stíl, svo-
lítið melankólískt í anda en mjög fal-
legt. Boccherini hafði búið bæði í
Vínarborg og París áður en hann
flutti til Madrídar þar sem hann bjó
lengi, og þar kynntist hann gítarnum
vel. Hann samdi tólf gítarkvintetta,
en átta þeirra hafa varðveist. Sumt af
því eru útsetningar á öðrum verkum
hans, t.d. tekur hann brot úr píanó-
kvintettum en endurgerir annað.
Þá spilum við Sonata concertata
fyrir gítar og fiðlu eftir Paganini,
sem hann samdi í borginni Lucca,
þar sem Boccherini fæddist. Pag-
anini samdi fullt af verkum fyrir fiðlu
og gítar og spilaði sjálfur oft með gít-
arleikurum.
Eftir hlé koma verk frá Spáni.
Cordoba eftir Albéniz er hugleiðing
um samnefnda borg í Andalúsíu. Ori-
ente eftir Granados er númer tvö af
Tólf spænskum dönsum. Það hefur
yfir sér austrænan blæ – svolítil má-
rastemning í því, mjög fallegt verk.
Við endum svo í Argentínu þar
sem ítalskir og spænskir straumar
mætast. Nýi tangóinn – tango nuevo
mætti talsverðri fyrirstöðu þegar Pi-
azzolla kom fyrst fram með þann stíl.
Sumum fannst hann vera að eyði-
leggja tangóinn, eins heyrðist á
Spáni, um að Paco de Lucia væri að
eyðileggja flamenco-tónlistina með
sínum verkum. Það virðist gerast
stundum að þegar farið er að hrófla
við gömlum formum í músíkinni
mæti það slíkri fyrirstöðu. En í dag
þykir Piazzolla virt og flott tónskáld.
Þetta er tónlist undir djassáhrifum,
krómatísk og mjög skemmtileg. Svo
má auðvitað nefna það í sambandi við
tengsl og uppruna verkanna að Arg-
entína og Ísland eru á sama báti í dag
– þar sem efnahagslegt hrun hefur
riðið yfir bæði löndin,“ segir Kristinn
og hlær þegar hann er spurður að því
hvort það snúist þá ekki um efna-
hagslega samstöðu að mæta.
Að skapa flotta músík
Gítarinn í öndvegi á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju
á sunnudagskvöldið Kristinn H. Árnason leikur með „miklum snillingum“
Morgunblaðið/Einar Falur
Liðsmenn Kristins Hrafnkell Orri Egilsson, Kristinn, Sigrún Eðvaldsdóttir,
Zbigniew Dubik, Helga Þórarinsdóttir og Gunnlaugur Torfi Stefánsson. Á
myndina vantar Kjartan Valdimarsson og Olivier Manoury.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
BAROKKIÐ verður allsráðandi á tvennum tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fara
fram í Langholtskirkju í kvöld og á morgun. Á
efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Bach, Händ-
el, Purcell og Pacelbel. „Þetta er efnisskrá sem
tekur pínu forskot á jólin, barokkið á að bæta og
kæta fólk í skammdeginu,“ segir Árni Heimir Ing-
ólfsson, tónlistarstjóri Sinfóníunnar, en sumar af
vinsælustu perlum barokk tónlistar fá að hljóma á
tónleikunum, m.a. Vatnamúsík Händel og Harm-
ljóð Dídóar eftir Purcell.
Hljómsveitarstjóri er Skotinn Nicholas Krae-
mer. „Það mætti kalla Kraemer barokksérfræð-
ing. Hann hefur líka mjög skemmtilega sýn á hvað
lifandi tónlistarflutningur á að bjóða upp á og læt-
ur hljómsveitina prófa sig áfram með nýja hluti í
túlkun og tjáningu. Það er oft hætta á að flutn-
ingur á barokki verði svolítið „hárkollulegur“ en
Kraemer hefur alveg hina sýnina á þetta. Áhorf-
endur eiga eftir að finna fyrir þessari gleði, það
verður engin sautján hundruð og súrkál stemn-
ing.“ Kanadíska sópransöngkonan Dominique La-
belle syngur svo einsöng með sveitinni. „Hún er
með fallega tæra barokkrödd, með mikla tilfinn-
ingu og tjáningu. Hún smellpassar í þessa lifandi
nálgun Skotans,“ segir Árni og leynir ekki hrifn-
ingu sinni á Labelle sem mun syngja þrjár aríur
og eitt stórt verk eftir Händel.
Tónleikarnir fara fram í Langholtskirkju í
kvöld og annað kvöld kl. 19.30. Sætaval er frjálst
og húsið opnað kl. 18.30 bæði kvöldin.
Lifandi barokkperlur
Morgunblaðið/Valdís Thor
Stjarna Sópransöngkonan Dominique Labelle á
æfingu með hljómsveitinni í Langholtskirkju.
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Langholtskirkju
Leggjumst því á bæn
gott fólk, líkt og við
höfum gert undanfarin fjór-
tán ár... 43
»
GUÐMUNDUR W. Vilhjálmsson,
einn stjórnarmanna
Kammermúsíkklúbbsins gerir ekki
mikið úr þeim áhrifum sem efna-
hagskreppan hefur á starfsemi
klúbbsins. Framtíðin er ótrygg og
eins og víða annars staðar, en
hann er bjartsýnn þótt harðni á
dalnum. „Það eru líka bjartar hlið-
ar á ástandinu. Sinfóníuhljóm-
sveitin hefur verið að spila úti um
allt land, og ég hef heyrt að alls
staðar hafi verið fullt hús. Það er
spurning hvort krepputalið veki
ekki fólk til að sinna góðum
áhugamálum, eins og að hlusta á
tónlist. Kammermúsíkklúbburinn
hefur aldrei skuldað neitt, og við
höfum alltaf getað greitt tónlist-
armönnunum vel. Stjórn klúbbsins
hefur verið samstiga, og sambúðin
við tónlistarfólkið hefur alltaf
gengið mjög vel. Við eigum mikið
af góðu tónlistarfólki.“
Eigum gott tónlistarfólk