Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 Sigling með stærsta skemmtiferðaskipi heims fyrir tvo í Karíbahafinu. Skipið er hið fljótandi 5 stjörnu lúxushótel, „Freedom of the Seas“. Fararstjóri verður Lilja Jónsdóttir. Frá 24. apríl – 6. maí 2009 Moggaklúbburinn er nýjung fyrir áskrifendur Morgunblaðs- ins. Félagar í Moggaklúbbnum njóta margskonar fríðinda og ávinnings. Í hverjum mánuði fá áskrifendur frábær til- boð um margskonar vörur, þjónustu og afþreyingu á mjög hagkvæmum kjörum auk þess sem dreginn er út glæsilegur ferðavinningur. Með Moggaklúbbnum í Karíbahafið – meira fyrir áskrifendur Nóvembervinningur: Skemmtisigling í Karíbahafinu fyrir tvo að verðmæti 699.768 kr. Innifalið í verði ferðar: • Flug til og frá Orlando • Gisting á hótel Florida Mall í 2 nætur • Gisting á hótel Embassy Suites í 3 nætur • Skemmtisigling í 7 nætur með fullu fæði og afþreyingu • Þjórfé um borð í skipinu • Allar ferðir milli flugvalla, hótela og skips Ekki innifalið: • Skoðunarferðir á áfangastöðum skipsins Moggaklúbburinn Allir skráðir áskrifendur eru félagar í Moggaklúbbnum og njóta þar með tilboða um góð kjör á ýmiss konar afþreyingu; bíómiðum, listviðburðum, bókum og hljómdiskum, auk þess sem dreginn er út glæsilegur ferðavinningur mánaðarlega.Fáðu þér áskrift ámbl.is/askrift eða í síma 569 1122 F í t o n / S Í A F I 0 2 7 3 3 6 mbl.is/moggaklubburinn HAGFRÆÐING- URINN Gylfi Magn- ússon dæmir bók mína, Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, hart í Lesbók Morgunblaðs- ins laugardaginn 8. nóvember síðastliðinn. Venjulegast myndi ég ekki tjá mig um rit- dóma, góða eða slæma, en ýmis atriði í ritdómi Gylfa eru þess eðlis að ég finn mig knúinn til að leiðrétta ýmsar missagnir er koma þar fram. Það er hjákátlegt að Gylfi ásakar mig og kollega minn, Björn Jón Bragason, um endurtekningar í rit- dómi sínum, því að sjálfur sér hann ástæðu til þess að endurtaka þrisvar að Hafskipsmenn hafi haft hönd í bagga með útgáfu bóka okkar Björns Jóns, ásamt því sem sá texti er dreginn sérstaklega út. Þá dregur hann fræðilegt gildi þeirra í efa með því að gefa í skyn að öll upplýs- ingaöflun að baki bókunum hafi legið í gegnum Hafskipsmenn. Gylfi Magnússon hefði einungis þurft að lesa formála minn og heimildaskrá til þess að ganga úr skugga um það, að svo var ekki. Texti minn byggir til dæmis alls ekki á viðtölum, hvorki við Hafskipsmenn né aðra, nema í tveimur tilfellum þar sem öðru varð ekki komið við. Í þau skipti var um að ræða söguna um meintan sálma- söng Hafskipsmanna og staðfest- ingu á því hvað golfkúlurnar með Hafskipsmerkinu kostuðu. Þá fór ég um víðan völl til þess að draga sam- an allt það efni sem ég notaði í bók- ina. Gylfi telur enn fremur að sú stað- reynd að ég naut styrks til verksins frá Hafskipsmönnum geri það að verkum að bók mín geti ekki talist óháð fræðirit. Með sömu rökum má segja að allir þeir fræðimenn sem njóta opinberra styrkja eða launa af opinberu fé séu þar með vanhæfir til að fjalla um íslenska ríkið með hlut- lægum hætti. Fræði- menn hljóta styrki til sinnar vinnu úr ýmsum áttum og til að mynda eru stöður við há- skóladeild Gylfa kost- aðar af einkafyr- irtækjum. Eina krafan sem hægt er að gera í þessum efnum er að þeir sem styrkja njóta geri grein fyrir því op- inberlega hvernig þeim er háttað og ég hef hvergi farið dult með það að ég naut styrks frá Hafskipsmönnum. Það er skrýtið að Gylfi virðist al- gjörlega hafa misst af aðalatriðum málsins við lestur bókanna tveggja. Honum finnst til dæmis ekkert til- tökumál að samið væri um sölu á eignum Hafskips hf. á næturfundi án þess að eigendur og stjórnendur fyrirtækisins, sem voru í miðjum björgunaraðgerðum, fengju að vita af því. Þetta þykir mér nokkuð óvænt sjónarhorn hjá manni sem kennir stúdentum um eðli og gang viðskiptalífs – og ætti því að þekkja vel til þeirra leikreglna sem þar gilda. Gylfi virðist gera sér sérstaklega far um að misskilja og mistúlka bók mína, einkum þá gagnrýni sem birt- ist á fjölmiðla. Ég nefni hvorki að ekki hafi átt að fjalla um Hafskips- málið á vettvangi fjölmiðlanna, né kemur sú fullyrðing fram í bókinni að það hafi verið í himnalagi að Al- bert Guðmundsson skyldi á sínum tíma hafa verið hvort tveggja í senn, stjórnarformaður Hafskips og for- maður bankaráðs Útvegsbankans. Ég finn að því sérstaklega að um- fjöllun fjölmiðla um málið byggði að mestu leyti á slúðursögum og dylgj- um fyrir gjaldþrot og eftir gjaldþrot á upplýsingum sem láku frá rann- sóknaraðilum. Þær höfðu aðallega þann tilgang að spilla fyrir málstað sakborninga, en héldu svo í engu fyrir rétti. Ég gagnrýni það að menn gáfu sér fyrirfram að Albert hefði misnotað aðstöðu sína í stað þess að kynna sér staðreyndir, en fyrir mönnum virðist það eitt hafa vakað að koma höggi á þungavigtarmann í Sjálfstæðisflokknum. Ég gagnrýni það sérstaklega að einn ónefndur þingmaður ákvað að nota ræðustól Alþingis til þess að ata menn og fyr- irtæki auri að ósekju. Þessi atriði leiddu að miklu leyti til þeirrar hörmungar sem Hafskipsmálið reyndist. Fullyrðing Gylfa um að nær engin umfjöllun sé um sakir þær sem Haf- skipsmenn voru dæmdir fyrir er ein- faldlega röng. Ég geri í bók minni býsna nákvæma grein fyrir úrslitum sakamálsins og dreg þar ekkert und- an sem máli skiptir. Fullyrðing Gylfa í aðra veru virðist til þess eins fallin að gefa það í skyn að ég hafi hvítþvegið Hafskipsmenn. Ekki veit ég hvað Gylfa gengur til með því. Einnig skil ég illa hvernig texti bók- arinnar virkar eins og þurr skólarit- gerð á hann, en látum smekk Gylfa Magnússonar liggja milli hluta. Þeim sem stýra bókaumfjöllun í Lesbók Morgunblaðsins er auðvitað frjálst að fá til sín þá ritdómara sem þeim sýnist, og þeir dæma vitaskuld bækur að eigin vild. Það hlýtur þó að vera lágmarkskrafa að þeir sem rit- rýni bækur geri það með sann- gjörnum hætti og rökstyðji með betri dæmum en Gylfi Magnússon gerir. Þá þykir mér æskilegt að þeir sem gagnrýna bók mína geri það á grundvelli verksins sjálfs og þeirra fjölmörgu heimilda sem koma fram í henni. Það dugar ekki til lengdar að tönnlast á því að hér sé um að ræða „keypta sagnfræði“ og komast þann- ig hjá því að ræða efnisatriði bók- arinnar. Af ósanngjörnum bókadómi Stefán Gunnar Sveinsson gerir at- hugasemdir við rit- dóm » Texti minn byggir til dæmis alls ekki á viðtölum, hvorki við Hafskipsmenn né aðra, nema í tveimur tilfellum þar sem öðru varð ekki komið við. Stefán Gunnar Sveinsson Höfundur leggur stund á doktorsnám við London School of Economics. Í LESBÓK Morg- unblaðsins 12. nóv- ember sl. birtist grein eftir Gylfa Magnússon dósent um tvær bæk- ur, sem nýlega komu út um Hafskipsmálið eftir Stefán Gunnar Sveinsson og Björn Jón Bragason, sem báðir eru sagn- fræðingar. Greinin er flokkuð sem þjóðfélagsumræða, og er hún þann- ig rituð, að ekki er hægt að lesa hana sem bókmenntagagnrýni heldur ádeilu á ofangreinda sagn- fræðinga og þeirra vinnu, ef ekki hreinan áróður. Greinin er í raun hrærigrautur af þessu öllu. Við lestur greinarinnar sótti strax á mig sú spurning, af hvaða hvötum greinin væri rituð. Mér fannst, að hún væri rituð með fyr- irfram mótuðu hugarfari, nánast „prógrameruðu“ hugarfari. Í upphafi greinarinnar gerir dós- entinn lítið úr höfundum bókanna og fræðilegu gildi þeirra með því að upplýsa, að þeir hafi verið styrktir til verka af Hafskips- mönnum. Báðir hafa höfundarnir gert grein fyrir þessu og því, með hvaða hugarfari þeir unnu verk sín. Þessar upplýsingar dósentsins verka á mig eins og lágkúruleg til- raun til að gera höfundana tor- tryggilega. Í greininni er farið frjálst með staðreyndir frá upphafi. Dósentinn heldur því fram, að bækurnar hafi ekki vakið mikla athygli, en þó er það staðreynd, að báðar hafa þær fengið umfjöllun í sjónvarpi, m.a. var heill þáttur helgaður annarri bókinni á Stöð 2, þegar hún kom út. Auk þess voru báðar bækurnar ofarlega og jafnvel efst á sölulist- um bókaverslana um tíma eftir að þær komu út, þrátt fyrir það, að fjölmiðlar og almenn- ingur hafi haft um annað að fjalla í því fári, sem nú ræður ríkjum. Honum finnst ekki áhugavert, að rifja nú upp það, sem hann kallar aldarfjórðungsgamalt „fjármála- hneyksli“, sem ekki var neitt hneyksli, nema í umfjöllun óvand- aðra fjölmiðla og athyglissjúkra stjórnmálamanna. Hann sér ekki ástæðu til að tala um réttar- farshneyksli og réttarfarsofsóknir, sem áttu sér vart fordæmi á 20. öldinni. Hann afgreiðir þann þátt málsins með því að segja, að mála- rekstur gegn Hafskipsmönnum hafi gengið „brösulega“, en honum hlýtur þó að vera ljóst, að öll rann- sókn málsins og ákærur í því ein- kenndust af sannfæringu um það, að stórt glæpamál væri á ferðinni, sem reyndist ekki vera, þegar upp var staðið. Ákvörðun um gæslu- varðhald, sem byggðist ekki á nein- um vitrænum né lagalegum rökum, sem gerði fórnarlömbin að glæpa- mönnum í augum almennings og skildi eftir sár, sem aldrei gróa, var „misráðin“, að mati dósentsins. Öllum er að sjálfsögðu frjálst að hafa sína skoðun á því, hvort Haf- skip hafi í raun verið gjaldþrota. Dósentinn kýs að byggja sína skoð- un á þessu á röksemdum annars skiptaráðenda í þrotabúi Hafskips, en þær röksemdir hafa komið fram opinberlega. Aðrir hafa þá skoðun, að Hafskip hafi orðið gjaldþrota vegna óvæginnar umfjöllunar í fjöl- miðlum og á Alþingi og vegna þeirra vinnubragða, sem Eimskips- menn beittu í samningaviðræðum við Hafskipsmenn og stjórn Út- vegsbankans, en um það er nánar fjallað í bókunum. Dósentinn segir hollt fyrir þjóð- félagið að eiga fjölmiðla eins og Helgarpóstinn. Ég tek ekki undir þá skoðun. Slíkir fjölmiðlar þrífast því aðeins, að menn í lykilstöðum fóðri þá á trúnaðarupplýsingum og öðru efni, réttu og röngu, til að halda í þeim lífinu og í sumum til- fellum til að halda lífinu í sjálfum sér. Ekki dugði það til. Helgarpóst- urinn varð gjaldþrota. Ég upplifði þessa atburði í ná- vígi, og ég er án efa hlutdrægur. Hvers vegna er dósentinn hlut- drægur? Hlutdrægni? Axel Kristjánsson skrifar um Lesbók- argrein um Haf- skipsmálið » Við lestur grein- arinnar sótti strax á mig sú spurning, af hvaða hvötum greinin væri rituð. Mér fannst, að hún væri rituð með fyrirfram mótuðu hug- arfari ... Axel Kristjánsson Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.