Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 28
28 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008
Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins.
Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð-
arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni.
Skoðanir fólksins
Á UNDANFÖRNUM misserum
hafa allmargir tekið sér stöðu á torg-
um og rætt um mannauð okkar Ís-
lendinga.
Þessi umræða virtist vera í mikilli
tísku í bankakerfi og á vettvangi
hlutabréfa og pappírsviðskipta. Oft
voru launkjör og kaupréttir útskýrðir
með þeim hætti að svo mikill auður
væri falinn í þeim starfsmönnum sem
njóta fengu að nauðsynlegt væri að gera vel við þá í
kjörum. Reyndar þótti mér alltaf merkilegt hvers vegna
mesti auðurinn virtist safnast í höfði lítils hóps þeirra
sem voru í allra efstu lögum fyrirtækjanna, en það var
útskýrt með snilli þeirra og mikilli ábyrgð.
Einnig var þessi mannauðsumræða fyrirferðarmikil á
þeim dögum sem hagkerfi okkar Íslendinga hrundi, að
því er virtist í einu vetfangi. Frá þeim tíma hef ég mikið
verið að velta mannauði fyrir mér, reyndar með þeirri
niðurstöðu að vandinn virðist felast í skorti á þessum
auði á réttum stöðum.
Skorti á mannauði sem lýsir sér til dæmis í því að
dómsmálaráðherra hafði enga betri til að snúa sér til
varðandi kortlagningu bankahruns en feður tveggja af
gerendunum í bönkum og útrás. Skilanefndir bankanna
fundu engan betri til stjórnunar Glitnis en konu sem
virðist ekki fylgjast með uppgjöri á 200 millj. fjárfest-
ingu sinni né skuldastöðu, og finnst það ekki tiltökumál.
Ekki er það dæmi um mannauð þegar ábyrgðarfullir
stjórnendur banka sem keyra þá í kaf í skuldir á örfáum
árum og eru svo fengnir til þess að stjórna þeim áfram
eftir hrun.
Mannauður í lögfræðingastétt virðist vera vandamál
þar sem yfirlögfræðingur Kaupþings hélt starfi sínu
þrátt fyrir að hafa staðið að og ráðlagt mismunun
starfsmanna bankans varðandi ábyrgðir fyrir hluta-
bréfakaupum. Að ekki sé talað um mannauðsvandann í
stjórnum gömlu bankanna, fólk sem samþykkti start-
gjald bankastjóra Glitnis eða mörg hundruð milljóna
laun bankastjóra og stjórnenda getur tæplega talist til
okkar besta fólks.
Endurskoðendastéttin virðist vara í sömu mannauðsk-
reppu þar sem þeirra bestu menn skoðuðu og rýndu alla
reikninga og fundu ekkert að þó ljóst mætti vera að ráð-
andi eigendur fóru með bankana eins og sinn „prívat
sparibauk“ og gengu þar um með kúbein að vopni.
Einnig skrifuðu endurskoðendur upp á reikninga fyr-
irtækja „fjárfestanna“ þar sem viðskiptavild og aðrar
„óefnislegar“ eigur voru orðnar meirihluti eiginfjár og
tekjur dugðu á engan hátt til greiðslu skulda.
Ekki speglast mannauður okkar Íslendinga í forseta
vorum sem þvældist um allan heim til þess að skála og
dansa í kringum gullkálf útrásarvíkinganna, þvældist
um og talaði um „the Icelandic way of business and the
Viking blood“. Ferðalög sem virðast hafa verið til þess
gerð að sýna fram á að Ísland stæði sameinað á bak við
þennan hóp snillinga. Minnugur spurningar vors forseta
útrásarinnar, hvort við vildum hafa hann „bara til
heimabrúks“, verð ég í ljósi reynslunnar að hvetja hann
til þess að dvelja sem allra mest í höll sinni þar til okkur
gefst færi á skiptum.
Verklýðshreyfingin virðist vera í sömu kreppu og
aðrir hvað varðar mannauð. Þar eru menn uppteknir
við stjórnarsetu í fyrirtækjum og atkvæðakaupum með
fé lífeyrissjóðanna. Að ekki sé talað um vinnu þeirra við
að koma fjölskyldu og vinum að kjötkötlunum.
Mannauður stjórnmálanna er síðan sérstakt umhugs-
unarefni, en þar getum við sennilega okkur sjálfum um
kennt að hluta. Með örfáum undantekningum virðumst
við hafa valið hóp fólks til stjórnunar sem lætur stýrast
af einhverju allt öðru en hagsmunum heildarinnar. Við
erum með flokk í ríkisstjórn sem er leynt og ljóst í
stjórnarandstöðu. Bankamálaráðherra sem virðist ekki
fyrr en í lok ágúst hafa vaknað við viðvörunarbjöllur úr
öllum áttum, bjöllur sem höfðu hringt linnulítið síðan
2006. Sá sami bankamálaráðherra skrifaði grein um öf-
undarmenn okkar í röðum erlendra bankamanna og
skilningsleysi þeirra á „íslensku“ leiðinni í viðskiptum í
byrjun ágúst. Forsætisráðherra og ríkisstjórn sem telja
langbest að svara engu og láta engan vita af neinu,
átelja fólk síðan fyrir að reyna að geta í eyðurnar.
Menntamálaráðherra, hverrar eiginmaður er á innsta
koppi bankakerfis og fjárfestir þar. Ráðherra sem
reyndar segir okkur að engu skipti í allri hennar ræðu
að fjárhagur þeirra hjóna hangi á þeim bláþræði sem
ræðst af útkomu Kaupþings, enda séum við öll á sama
báti. Hóp 63 þingmanna sem ekki telur sig þurfa að
deila kjörum með okkur hinum og setur sér laun og líf-
eyri sem eru á engan hátt í samræmi við vinnuframlag
eða frammistöðu. Stjórnarandstöðu erum við í raun
ekki með og nenni ég ekki að skrifa um hana, allt þetta
blessaða fólk er svo innmúrað í málin að ekki er hægt að
gera mun á.
Hinn sanni mannauður er á gólfinu, falinn í vinnandi
fólki og stjórnendum þeirra fyrirtækja sem gera sér
grein fyrir ábyrgð þeirri sem fylgir því að vera með fólk
í vinnu. Mannauðurinn er í starfsfólki framleiðslufyr-
irtækja og annarra fyrirtækja sem skapa raunveruleg
verðmæti sem hægt er að selja, verðmæti sem munu
borga skuldir „fjárfestanna“ og „snillinganna“ sem
komu okkur í þessa stöðu.
Og nú mun hinn sanni vinnandi mannauður Íslend-
inga taka til við að borga kostnaðinn við veisluna, ef við
fáum þá frið fyrir snillingunum og fjárfestunum.
Mannauður Íslendinga
Elías Pétursson, framkvæmdastjóri.
ÞAÐ ER ekki langt síðan við stærðum okkur af því að
Ísland væri besta landið í heiminum til að búa í og að lífs-
gæðin hér væru með hinu allra göfugasta móti. Í þessari
sigurvímu og sjálfsánægju hefur þjóðin öll skyndilega
fengið stórt kjaftshögg og dottið niður. Við heyrum enn
sársaukahrópin og erum nú að vakna úr áfallinu og að
reyna að átta okkur á því hvað í ósköpunum gerðist eig-
inlega. Okkur blæðir og við finnum til.
Á sama tíma hafa tilfinningar okkar og þjóðarstolt verið
sært. Reiði, særð réttlætiskennd og hneyksli eru meðal
þeirra tilfinninga sem flætt hafa um okkur. Vofur óttans, kjarkleysis og von-
leysis svífa yfir okkur líkt og hungraðir hrægammar þegar við heyrum um
fjöldaatvinnuleysi, vaxandi verðbólgu og hækkandi lán. Sumir hafa þrammað
niður á Austurvöll og kallað „Ekki meir, Geir!“ og farið í „Davíð-stríð“ í
þeirri von um að hausar ábyrgra aðila muni rúlla.
Það sem svo er svekkjandi er að maðurinn sem gaf kjaftshöggið virðist
vera ósýnilegur. Hvern á að draga til ábyrgðar, kæra, lögsækja? Er það ein-
hver einn eða kannski ákveðinn lokaður klúbbur? Margt af því sem gerst hef-
ur minnir óneitanlega á leynimakk, samráð á milli þeirra sem stjórna bæði
embættum og auði. Með aðild í slíkum klúbbi gæti maður fengið ýmis tvísýn
hlunnindi og komist upp með þau.
Mafía er hugtak sem á uppruna sinn á Ítalíu en er löngu orðið þekkt sem
skipulögð og kerfisbundin glæpastarfsemi um heim allan. Höfum við verið
lostin af hinni íslensku Mafíu? Komnir eru nýir og breyttir tímar, um það eru
allir sammála. Ég vona að við séum einnig sammála um það að nýir vindar
verði að leiða okkur inn í framtíðina og í gegnum þennan erfiða tíma. Ég vil
kalla fram nýjar hæfniskröfur þeirra sem stjórna eiga bæði landi og fjár-
málum. Hvað með eiginleika eins og heiðarleika, flekkleysi, trúverðugleika,
meiri föðurlandsást, tillitssemi og óeigingirni sem kröfur umfram þær sem
almennt eru settar? Hvað embættismenn þjóðarinnar varðar, á meðan þeir
taka eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni þjóðarinnar, þá erum við á beinni
leið til glötunar og munum fá enn fleiri kjaftshögg, aftur og aftur.
Til er betri leið. Ég hugsa jákvætt og hlýtt til yngri kynslóðar sem hefur
kjark og þrótt, er flekklaus, dugleg og fús til að axla ábyrgð. Ég hugsa til
tveggja sona vina minna sem hvor um sig er námsmaður og báðir í gifting-
arhugleiðingum á næsta ári. Báðir horfa þeir jákvætt og brosandi fram á við,
báðir eru á fullu að smíða sér hamingjuríka framtíð. Ég sé glaða og óeig-
ingjarna unglinga og ungmenni. Ég sé að þau búa yfir þeim eiginleikum sem
eru mikið þarfaþing meðal fremstu höfðingja þjóðarinnar. Svo sannarlega
eru þeir til sem eru staðfastir grundvallarreglum sínum, óbifanlegir í ólgusjó
heimsins og hafa það sjálfstraust og þann kjark að skapa góða sameiginlega
framtíð og byggja upp þetta land.
Um leið og við horfum fram á við, verðum við að muna eftir því að teygja
hendi okkar aftur og hlúa að hinni uppvaxandi kynslóð og jafnframt að læra
af henni ásamt því að vera minnt á þá eiginleika sem við kunnum eitt sinn að
hafa átt á æskuárum okkar. Það er hulinn kraftur í einfaldleika og hreinleika!
Við skulum öll vera staðföst og óbifanleg í þeim skilningi sem hér hefur
verið fjallað um. Nýtum okkur þá göfugu eiginleika æskunnar, bæði með því
að gefa ungu fólki tækifæri og einnig með því að rækta þessa eiginleika hjá
okkur sjálfum. Aðeins þannig getum við jafnað okkur, staðið aftur upp með
glóðarauga og verið í stakk búin til að leiða Ísland inn í gæfuríka framtíð.
Staðföst og óbifanleg
Ronald Björn Guðnason, verkfræðingur.
ÉG hef fylgst með atburðum á Íslandi úr fjarlægð – furðu
lostinn eins og þjóðin öll. Fyrstu dagana í vantrú: Nei, heilt
fjármálakerfi getur ekki farið á hliðina! Síðan í ótta um eigin
hag og annarra og loks í samkennd með þjóðinni, því við sitj-
um jú öll í súpunni. Ég hef stutt stjórnvöld og skilið að þau
þyrftu svigrúm til að bregðast við. En svo líður tíminn,
seðlabankastjóri situr enn þrátt fyrir furðu allrar heims-
byggðarinnar og fátt gerist nema fum og fálm og óljósar
fréttir frá stjórnvöldum þar sem maður hefur það æ oftar á
tilfinningunni að ekki sé verið að segja okkur alla söguna.
Upplýsingar koma allar annars staðar frá, m.a. um að stjórnvöldum hafi verið
vel kunnugt um ástandið fyrr á árinu en ekki brugðust við. Svo nú er vantrúin
að breytast í reiði yfir skorti á viðbrögðum áður en kerfið hrundi og úrræðaleysi
og afneitun sem einkennir viðbrögð stjórnvalda síðustu dagna.
Ég er stoltur stofnfélagi í Samfylkingunni og stend með mínum flokki, en
þetta getur ekki gengið svona lengur. Nú verður Ingibjörg Sólrún að birtast og
segja hingað og ekki lengra, taka pólitíska forystu og hafa forgöngu um að
menn axli pólitíska ábyrgð. Það mátti skilja nýleg orð hennar þannig að hún
hefði gefið sjálfstæðismönnum frest til að takast á við sín innri mál fram yfir
áramót – en við megum ekki við því að bíða lengur. Það verður að stíga ákveðin
skref strax til að byggja upp tiltrú á ný.
Ráðherrar axli embættisábyrgð
Nú höfða ég til forystu Samfylkingarinnar og kalla eftir tvíþættri pólitískri
ábyrgð á því sem gerst hefur og sem mun gerast á næstunni. Sjálfstæðisflokkur
og Samfylking hafa verið við stjórnvölinn og bera því pólitíska ábyrgð og þeim
ber að axla hana. Innviðir fjármálakerfisins eru á ábyrgð forsætisráðherra sem
ber ábyrgð á Seðlabankanum – sem augljóslega brást hrapallega – og við-
skiptaráðherra ber ábyrgð á bönkunum og Fjármálaeftirlitinu sem einnig brást.
Því eiga þessir ráðherrar að víkja. Hér er ekki verið að persónugera neitt – það
er hættulegur miskilningur ef menn greina ekki milli embættisins og persón-
unnar sem gegnir því á hverjum tíma. Þessir tveir ráðherrar eiga að segja af sér
og axla þannig ábyrgð fyrir hönd embættisins og sinna flokka.
Kvennastjórn og nýjan stjórnarsáttmála
Í framhaldi af því þarf að stofna til nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og
Sjálfstæðisflokks til takmarkaðs tíma til að sinna fjórum forgangsverkefnum.
Sú stjórn ætti að vera kvennastjórn undir forystu Ingibjargar og Þorgerðar
sem leiði samstarfið fyrir hönd sjálfstæðismanna. Með því móti er hægt að axla
pólitíska ábyrgð á fortíðinni án þess að hlaupast undan ábyrgð á framtíðinni.
Nýr stjórnarsáttmáli snúist um:
1. Að skapa trúverðugleika gagnvart almenningi og umheiminum á að íslensk
stjórnvöld geti brugðist við aðstæðum og stjórnað til frambúðar. Seðla-
bankastjórnin á að víkja tafarlaust og stofna þarf sannleiksnefnd þannig að
hægt sé að draga til ábyrgðar þá aðila viðskiptalífsins sem brutu lög og benda á
hina sem voru á mjög hálum ís. Sannleiksnefndina verða erlendir aðilar að leiða
– engum Íslendingi er ætlandi það verkefni. Þá þarf einnig erlenda stjórnendur
að íslensku ríkisbönkum til að skapa tiltrú heima og erlendis.
2. Að sækja um aðild að ESB – strax. Nær öll þjóðin er sammála því að sækja
um. Það á síðan að vera hluti af nýjum stjórnarsáttmála að þegar samningur
liggur fyrir á að boða til þingkosninga og um leið þjóðaratkvæðagreiðslu um
samninginn.
3. Að beita velferðarkerfinu og þeim tækjum sem ríkisvaldið hefur í gegnum
ríkisbanka, Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóði til að milda höggið sem íslensk heimili
eru um það bil að verða fyrir. Hér þarf að forgangsraða til framtíðar; allt þarf
að frysta sem hægt er að frysta á meðan verðbólguskotið gengur yfir og verið
að er hleypa úr landi erlendu umframfjármagni. Og í guðanna bænum, hlustið
þið nú á einhverja virta hagfræðinga en skellið ekki við skollaeyrum eins og í
sumar.
4. Að skapa nýja atvinnustefnu sem virkjar þann mannauð sem þegar er til
staðar og tryggir langtímavöxt á Íslandi og atvinnu sem flestra. Íslendingar
settu upp Vísinda- og tækniráð fyrir 5 árum að finnskri fyrirmynd sem hefur
gefist vel og búið í haginn fyrir samstarf og samráð um þau verkefni sem nú er
raunhæft að ráðast í. Við þurfum að ganga skrefi lengra og fylgja fordæmi
Finna með því að setja okkur nýsköpunarstefnu til næstu ára sem tekur til allra
þátta þekkingarsamfélagsins – frá framkvæmdum til framleiðslu, vísindum til
hinna skapandi atvinnugreina. Það er svo margt fleira í spilunum en veðsettir
loftbankakastalar og álskýjaborgir.
Ég hef ennþá trú á að forysta Samfylkingarinnar geti stigið fram á sviðið og
tekið þá pólitísku forystu sem nú er kallað eftir og stýrt okkur út úr þessum
hremmingum og samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er ég ekki einn um það.
Tímasetningar skipta öllu í pólitík og tíminn til afdráttarlausra aðgerða er núna.
Með bestu kveðju frá Englandi.
Nú þarf afdráttarlausa pólitíska forystu Samfylkingarinnar
Ágúst Hjörtur Ingþórsson, doktorsnemi í opinberri
stjórnsýslu og stofnfélagi í Samfylkingunni.
Mannauðurinn er í starfs-
fólki framleiðslufyrir-
tækja og annarra fyrir-
tækja sem skapa
raunveruleg verðmæti sem hægt er
að selja, verðmæti sem munu
borga skuldir „fjárfestanna“ og
„snillinganna“ ... ’
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Sími 551 3010
Hárgreiðslustofan
@mbl.is