Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008
koma úr dreifbýlinu en af mölinni.
Marteinn lét sér annt um fólk og
hefur fjöldi fólks átt trúnað hans og
traust í gegnum starf hans með
Sálarrannsóknafélaginu.
Börn Marteins og Oddbjargar,
þau Júlíus, Arnar og Soffía voru
stolt hans og styrkur.
Ástvinum Marteins sem horft
hafa upp á erfið veikindi hans í
langan tíma vottum við innilega
samúð og biðjum þeim Guðs bless-
unar.
Guðný og Helmuth.
Elskulegur bróðir og mágur hef-
ur nú kvatt þetta líf, eftir þriggja
ára hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Marteinn eða Matti eins
og við kölluðum hann alltaf, kvart-
aði aldrei í öllum sínum veikindum,
sagðist stundum vera slappur eftir
lyfjagjafirnar en það myndi lagast.
Í 27 ár var Matti kvæntur Odd-
björgu Júlíusdóttur (Obbu) og áttu
þau saman 3 börn, Júlíus, Arnar og
Soffíu, sem öll eru uppkomin og
komin með sínar fjölskyldur. Obba
og Matti skildu og Obba giftist aft-
ur Karli Ásgrímssyni, og viljum við
sérstaklega geta þess hversu mikla
umhyggju og vináttu Obba og Kalli
ásamt börnunum sýndu Matta í
veikindum hans, allt þar til yfir
lauk.
Matti var mikill dansmaður og
sótti dansæfingar einu sinni í viku
meðan hann gat. Eftir að hann
veiktist fór hann tvisvar sinnum í
siglingu um Karabíska hafið með
danshópnum sínum. Í dansinum
kynntist Matti sambýliskonu sinni
til nokkurra ára, Bjarnheiði Magn-
úsdóttur. Bjarnheiður á tvær dæt-
ur, Hörpu og Helgu og reyndust
þær mæðgur Matta mjög vel í veik-
indum hans. Matti hafði brennandi
áhuga á andlegum málum. Hann
var félagi í sálarrannsóknarfélag-
inu og sótti þar alla fundi sem hann
gat. Hann trúði á æðra tilverustig
og vissi alveg hvernig það var
þarna „hinum megin“, þar sem
hann dansar nú með hinum engl-
unum.
Matti átti ferðabíl sem hann not-
aði mikið. Sumrin 2006 og 2007 kom
hann keyrandi norður til Akureyr-
ar og heimsótti okkur. Hann fylgd-
ist grannt með byggingunni okkar í
heiðinni og gaf okkur góð ráð.
Matti var rólyndur maður, skipti
sjaldan skapi, talaði aldrei illa um
nokkurn mann og reyndi alltaf að
verja þann sem á var hallað. Um
síðustu verslunarmannahelgi fóru
bræðurnir Matti og Kjartan saman
vestur á Snæfellsnes og var sú ferð
þeim báðum mikils virði. Síðustu
dagana var helsta hugarefni Matta
að stórfjölskyldan myndi sameinast
og byggja nokkur smáhýsi á jörð-
inni sem fjölskyldan á í landi Hrísa
í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi.
Vonandi getum við látið þennan
draum hans rætast.
Elsku vinur, okkur langar að
kveðja þig með ljóði eftir Jón
Helgason, ljóði sem lýsir þér svo
vel.
Það var eitt kvöld að mér heyrðist
hálfvegis barið,
ég hlustaði um stund og tók af kertinu
skarið,
ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér
svarið:
Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það
farið.
Elsku Júlli, Arnar, Soffía og fjöl-
skyldur. Við og litla fjölskyldan
okkar sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð gefi
ykkur styrk.
Kjartan og Helga.
Það er margt sem rifjast upp
þegar ég sest niður og reyni að
koma nokkrum orðum á blað. Ég
var aðeins 11 ára þegar þú hófst
sambúð með mömmu, og ég hef nú
örugglega verið með erfiðari
krökkum að eiga við, en þú varst
alltaf sallarólegur yfir öllum látun-
um í mér. Alltaf varstu jafn góður
við okkur systurnar og veittir okk-
ur það öryggi sem við þurftum og
verð ég þér alltaf þakklát fyrir það.
Alltaf var jafn gott að koma heim
í hádeginu á virkum dögum og
borða heitan mat af svokölluðum
„bakka“ sem þú komst með og
voru þá föstudagarnir í sérstöku
uppáhaldi því þá var kjúklingur og
franskar. Ég beið alltaf fimmtu-
dagana með eftirvæntingu því þá
áttum við systurnar að taka til í
herbergjunum okkar og í staðinn
fórstu með okkur ísbíltúr sem okk-
ur þótti nú ekki leiðinlegt. Ég gæti
talið upp fullt af minningum í við-
bót en læt þetta nægja og kveð þig
með ljóði eftir Guðrúnu Jóhanns-
dóttur frá Brautarholti. Við
sjáumst seinna, elsku Marteinn, og
takk fyrir allt.
Angrið sækir okkur tíðum heim
sem erum fávís börn í þessum heim.
Við skynjum fátt en skilja viljum þó
að skaparinn oss eilíft líf til bjó.
Að upprisan er öllum sálum vís
og endurfundir vina í paradís.
(G.Jóh.)
Þín
Harpa.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæll á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(G. Jóh.)
Bjarnheiður.
Elsku Marteinn.
Minning þín er ljós sem lifir.
Ég geymi með mér allt það góða
sem þú gafst mér og kenndir.
Takk fyrir allt sem þú varst mér.
Ég sakna þín og þér mun ég
aldrei gleyma.
Helga Ína.
Matti föðurbróðir minn er látinn
eftir hetjulega baráttu við krabba-
mein. Þegar ég lít til baka rifjast
upp margar skemmtilegar minn-
ingar, til dæmis þegar ég fór með
Matta og pabba upp í Eilífsdal en
þar voru þeir að byggja sumarbú-
stað. Við fórum á rauðum Dodge-
sendibíl sem Matti átti. Bíll þessi
hafði bara sæti fyrir tvo þannig að
ég sat í hásæti á milli þeirra ofan á
vélarhlífinni. Þegar við vorum
komin á áfangastað fékk ég að vera
eins konar handlangari fyrir þá
milli þess sem ég fór í könnunar-
leiðangra um næsta nágrenni.
Ég hafði gaman af því að fá að
vera í vinnunni hjá Matta en hann
rak um árabil húsgagnaverkstæðið
Sedrus með félaga sínum Halldóri
Ólafssyni. Þar safnaði ég saman
öllum spýtuafgöngum og smíðaði
mikil listaverk. Það var einnig
nauðsynlegt að fá að sópa gólfið og
reyndi ég þá að setja eins mikið
sag í fötin mín og mögulegt var því
þá þurfti að blása lofti á mig til að
ná saginu burt. Það þótti mér mik-
ið sport. Ég átti svefnsófa frá
Sedrus sem var nefndur Týri, gul-
ur og brúnrósóttur. Dýnuna gat ég
svo dregið inn til mömmu og pabba
þegar ég vildi frekar sofa þar.
Elsku Júlli, Arnar, Soffía og fjöl-
skyldur. Ég, Bjössi og Ninna Þór-
ey sendum ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur.
Stefanía Kjartansdóttir.
Hve sæll er sá er bænir þínar biður.
Þú blessun sendir, huggar sérhvern
mann.
Ég finn í hjarta mínu að nú er friður
og fegurð þar sem allir lofa hann.
Hann veitir styrk á okkar sorg-
arstundum,
styður, eflir lífs og sálarþrótt.
Hann fylgir þér á ferð og okkar fundum
og fer ei heldur burt þó dimm sé nótt.
Hann ætíð mun og yfir okkur vaka
um aldur þó að eitthvað bjáti á.
Og enginn mun um eilífð burtu taka
ást á þér sem eflir von og þrá.
(BRÞ)
Góður félagi er fallinn frá eftir
langvinna baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Marteini kynntist ég þegar hann
fór að koma í Danshöllina og taka
þátt í starfsemi samtakanna Kom-
ið og dansið. Fljótt kom í ljós að
þarna fór ljúfur og góður drengur
sem tilbúinn var að leggja samtök-
unum lið í ýmsu sem þau stóðu fyr-
ir. Í mörg ár hafði hann umsjón
með húsnæði Danshallarinnar og
sá um útleigu þess, og var ávallt
tilbúinn að sýna fólki salinn ef þess
var óskað. Ekki eru fá skiptin þar
sem hann lánaði ferðabíl sinn undir
hljómtækin, þegar haldnir voru
útidansleikir á Ingólfstorgi. Þá má
ekki gleyma þeim fjölmörgu skipt-
um þegar bíllinn nýttist sem kæli-
geymsla fyrir veisluföng í veislum í
Danshöllinni og víða hjá félögum.
Það var mikið áfall þegar fréttist
að Marteinn hafði greinst með ill-
vígan sjúkdóm fyrir nokkrum árum
og ekki séð hvernig hann myndi
þróast. Marteinn tók þessu með
æðruleysi og var ákveðinn að njóta
þess tíma sem honum væri gefinn.
Hann fór í ógleymanlega siglingu í
Karíbahafið með félögum úr Komið
og dansið í nóvember 2006, þar
sem eftir honum var tekið í hvítum
smóking á hátíðarstundum í
skemmtiferðaskipinu Norwegian
Jewel.
Marteinn reyndi meðan heilsan
leyfði að koma á æfingadansleiki
hjá „Komið og dansið“ á fimmtu-
dagskvöldum, en hans var sárt
saknað þau kvöld sem hann kom
ekki og því oft spurt: Hvernig hef-
ur Marteinn það?
Að leiðarlokum vil ég þakka
Marteini samfylgdina og kveð kær-
an félaga. Marteini þakka ég óeig-
ingjarnt starf í þágu samtakanna
og hans hlýja viðmót og viðkynn-
ingu og flyt fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur frá okkur
Önnu og félögum og vinum í sam-
tökunum Komið og dansið.
Megi minningin um góðan félaga
lifa um ókomin ár.
Bjarni Rúnar Þórðarson.
Það er sagt að þegar menn skrifa
minningargreinar um vini eða
vandamenn séu menn aðallega að
skrifa um sjálfa sig. Verður hér lít-
ið breytt út af því. Því þegar við
jarðneskir samferðamenn Mar-
teins Guðlaugssonar kveðjum hann
í dag er ofarlega í huga flestra sem
honum kynntust ljúfmennska hans
og góðvild í garð allra – skilyrð-
islaus, og síðast en ekki síst sú
hjálpsemi og samviskusemi sem
hann prýddi í hvívetna. Aldrei
þessi 37 ár sem ég þekkti Martein
allnáið talaði þetta ljúfmenni illa
um nokkurn mann. Það er annað
en sagt verður um mig sannarlega
og flesta eða aðra sem ég þekki eða
umgengst. Hjá okkur flestum hin-
um hefur fallið töluvert mikið á
geislabaugana sem okkur var út-
hlutað í byrjun þessa lífs, að
minnsta kosti mig hvað þetta varð-
ar. En það er annað sem mig lang-
ar að minnast hér á sem gerir
þennan hljóðláta húsgagnasmið úr
Laugarneshverfinu miklu sérstak-
ari mann í mínum huga en þorra
annarra sem hann kveðja í dag. Það
var mikil gæfa fyrir Sálarrann-
sóknarskólann og Sálarrannsókn-
arfélag Reykjavíkur að fá Martein
til liðs við sig í hinni virkilega
vandasömu og flóknu handan-
heimakönnum sem mannkyni ætlar
að veitast svo örðugt að komast
skýrt og endanlega til botns í. Því í
félagi okkar og tilraunahópi höfum
við í um 35 ár skipulega safnað
saman brotum af þeirri mynd hand-
anheima mannsins sem glittir í – í
gegnum miðla, miðilsfundi og síð-
ast en ekki síst hina margbreyti-
legu skyggnigáfu mannkyns. Í
þessa áratugi höfum við hist reglu-
lega til miðilsfundatilrauna og ann-
ars skrafs í þessu skyni. Að öllum
öðrum góðum liðsmönnum ólöstuð-
um var Marteinn einn allrabesti
rannsóknarmaður þessara mála
sem ég hefi kynnst. Alltaf fannst
mér það best eftir slíka fundi, á
meðan við jöpluðum á vöfflunum í
betri stofu Sálarannsóknarfélags-
ins, að setjast hjá honum og spyrja
hann svo lítið bæri á hvað honum
fyndist um þessi og hin málin sem
fram höfðu komið í það skiptið. –
Og alltaf án undantekninga kom
Marteinn með hárbeitta og vægast
sagt ákaflega rökrétta afstöðu til
flests eða alls er við höfðum náð í
gegn það kvöldið, alltaf. Það var
stór hluti eftirvæntingarinnar þessi
merkilegu kvöld fyrir mig að heyra
álit hans á þeim nýju atriðum er
dottið höfðu inn til okkar. Og fékk
ég yfirleitt mikið til að hugsa um
eftir hans ummæli um það sem rætt
hafði verið um. Ég játa það að mér
fannst og finnst eiginlega enn að
það hafi verið ákafleg synd hversu
hæglátur Marteinn var í þessu
starfi okkar sem og í lífinu. Mér,
jafnframhleypnum manni fannst
þetta eiginlega hálfgerð fötlun að
vera svona prúður og hæglátur eins
og hann var alltaf. Enda gerði Mar-
teinn sér vel grein fyrir því að
heimurinn snerist ekki um hann,
nokkuð sem margir mættu hafa oft-
ar í huga í þessum heimi hávaða og
áreitis sem við lifum nú í. Við Til-
raunafélagsfólkið þökkum Marteini
ákaflega notalegt samstarf í þessu
starfi okkar á þessum tímamótum,
vitandi það að því lýkur ekki hér,
heldur verður Marteinn áfram með
okkur í því. Bara hinum megin við
gardínuna miklu héðan í frá.
Magnús H. Skarphéðinsson,
formaður Sálarrannsóknarfélags
Reykjavíkur.
Það var á vori ævi okkar Matta
að við hittumst fyrst, hann var
árinu eldri en ég og auk þess úr
Reykjavík og fyrir honum bar ég
mikla virðingu. Eftir á að hyggja
held ég segja megi að hann var um
margt ólíkur öðrum strákum, laus
við glannaskap og bjánalæti. Hóg-
værð og nægjusemi tamdi hann sé
strax í æsku og brá aldrei út af því.
Í allri framgöngu var hann hægur
og yfirvegaður og lagði sjaldan orð
í belg án þess að hafa ígrundað það
sem hann sagði. Hann var bráðger
til þroska, beinn og spengilegur á
velli, dökkur á hár en ljós á hörund.
Okkur samdi afskaplega vel og
óhætt að segja að við höfum verið
samrýndir í æsku og bar aldrei
skugga á þá vináttu.
Eina litla sögu langar mig að láta
fylgja hér með vegna þess hvað
okkur þótti báðum alltaf jafn
skemmtilegt að rifja hana upp. Það
var um miðjan júnímánuð 1948 að
Kristján Jóhannesson, bóndi á
Hlemmiskeiði, var að sturta hlassi
af Murneyrarmöl á austurbæjar-
hlaðið í Kílhrauni. Við Matti stóðum
þar á hlaðinu og fylgdumst gaum-
gæfilega með því sem var að gerast
og horfðum með aðdáun á vörubíl-
inn sem var af gerðinni Ford 1942
með vökvasturtum en þannig bún-
aður var ekki á öllum bílum í þá
daga. En svo gerist það í sömu
andrá og Kristján er að sturta
steypumölinni að snaggaraleg
stelpa stekkur út úr bílnum og tek-
ur á rás til okkar Matta þar sem við
stóðum við kálgarðsvegginn. Við
urðum felmtri slegnir, við áttum
ekki von á neinu slíku, rauðbirkin
og freknótt stelpa snarast að okkur
og spyr hvort við eigum hérna
heima. Okkur vafðist tunga um
tönn báðum, urðum raunar orðlaus-
ir, svo óvænt varð þessi uppákoma
að stelpa sunnan úr Reykjavík
stekkur að okkur með slíkum
glannaskap og hlær að okkur og
grettir sig. Seinna sagði þessi
ágæta stúlka sem átti eftir að verða
vinkona okkar beggja ævina út að
hún hefði hugsað á þessari stundu
að aldrei hefði hún séð jafn hallær-
islega stráka og okkur félagana
krúnurakaða með sokkana utan yfir
íklæddir hvítbotna gúmmískóm.
En árin liðu hratt þá eins og nú,
áður en varði var Matti kominn til
náms, en hann var einstaklega hag-
ur á tré og allar smíðar. Hann
kynnti mig fyrir kærustunni sinni,
henni Obbu frænku minni, og mér
þótti þau afskaplega fallegt par,
það man ég. Þegar ég lá banaleguna
á Landspítalanum 2003 kom Matti
oft til mín og sat hjá mér og bað
Guð að gefa mér líf, ekkert orð fór á
milli okkar því ég var oftast út úr
heiminum en vissi af honum hjá
mér, það gaf mér styrk. Ég trúi því
raunar að þær bænir hans hafi átt
sinn þátt í því að dauðinn vék frá
mér og ég fékk fullan bata.
Í vor koma álftirnar austur á
stóraflóð með ungana sína eins og
forðum þegar við Matti lékum okk-
ur þar á heimasmíðuðum bátum og
nutum lífsins frjálsir eins og fuglar
himinsins. En trú hans á æðra líf að
þessu loknu var einlæg og sterk og
ég veit að hann hafði eitthvað fyrir
sér í því sambandi það var ekki
hans háttur að álykta án vissu. Því
trúi ég að hann standi nú undir
nýrri sól í nýjum líkama sæll í sinni
hjá sínu fólki. Megi góður Guð
blessa og styrkja ástvini hans alla.
Árni Valdimarsson
Þegar mér barst
andlátsfregn Stein-
gríms, bróður míns,
brá mér mikið, það
var högg. Hann varð
bráðkvaddur að morgni 6. október
sl.
Við Steingrímur áttum mikið
saman að sælda, þar sem við
bjuggum báðir í nærri 50 ár í
Vopnafirði. Ég minnist hans, þessa
greinda og glaða manns, sem var
svo mörgum góðum kostum búinn.
Steingrímur var mjög góður smið-
✝ SteingrímurSæmundsson
fæddist á Egils-
stöðum í Vopnafirði
19. apríl 1939. Hann
lést 6. október síð-
astliðinn.
Útför Steingríms
fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
ur, einstaklega verk-
laginn og vandvirkur.
Áhugamál átti hann
mörg og bar þar hæst
golfið, þar náði hann
líka góðum árangri
enda sanna það allir
bikararnir sem eru
fjölmargir. Einnig
hafði hann yndi af
lestri góðra bóka.
Tónlistarunnandi var
hann mikill og söng-
rödd hafði hann góða.
Steingrímur var
mikið í félagsmálum,
hann starfaði við D-deild Einherja
á Vopnafirði og m.a. var hann for-
maður þar um árabil. Hann sat
einnig í hreppsnefnd Vopnafjarðar.
Þessum störfum, sem og öllum öðr-
um sinnti hann af mikilli kostgæfni
og rökfestu. Einnig vann hann
lengi hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga
lengst af sem verslunarstjóri í
byggingarvörudeild.
Ég minnist sérstaklega heim-
sóknar bræðra minna um mánaða-
mótin apríl maí sl. og komu þeir til
þess að skipta um gler í húsinu á
Egilsstöðum. Ég mun aldrei
gleyma þessari heimsókn bræðra
minna. Þarna átti Steingrímur sín
síðustu handtök heima í Vopnafirði.
Mikið var búið að spjalla og gera
að gamni sínu. Sé ég fyrir mér
brosið hans sérstaka og svipbrigðin
sem aldrei gleymast. Þetta voru
okkar síðustu samverustundir í
þessu lífi.
Um leið og ég votta eftirlifandi
eiginkonu hans Guðnýju Valdi-
marsdóttur, börnum þeirra Valdísi,
Sæmundi, Sindra og Baldri og fjöl-
skyldum þeirra mína dýpstu samúð
bið ég Guð að varðveita þau í
þeirra miklu sorg.
Kæri bróðir minn. Ég kveð þig
með þökk og virðingu, þín mun
verða sárt saknað.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt
(V. Briem.)
Björn bróðir.
Steingrímur
Sæmundsson