Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Verðtryggðuhúsnæð-islánin eru einn versti óvinur íslenzkra fjöl- skyldna þessa dag- ana. Greiðslubyrð- in þyngist og höfuðstóllinn hækkar. Margir hafa borgað og borgað árum saman; samt hækkar lánið og hækkar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að létta greiðslubyrðina til skamms tíma geta fleytt ein- hverjum yfir erfiðasta hjall- ann, en þeir verða að horfast í augu við að greiðslubyrðin mun þyngjast síðar. Margir spyrja hvort ekki væri nú hægt að afnema verð- trygginguna. Svarið er að það væri ekki skynsamlegt við nú- verandi aðstæður. Í frétta- skýringu Silju Bjarkar Huldu- dóttur blaðamanns í Morgunblaðinu í gær kemur fram að verðtryggingunni var á sínum tíma komið á til að tryggja að sparnaður fólks brynni ekki upp í verðbólg- unni. Þau rök eiga ennþá við. Þeir, sem benda á að fleiri skuldi húsnæðislán en eigi sparnað í banka, gleyma gjarnan þeim gífurlega sparn- aði, sem landsmenn eiga í formi lífeyrissjóðanna. Ef verðtryggingin væri afnumin í núverandi verðbólgu, brynni sá sparnaður líka upp. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir í blaðinu í gær á að ef verðtryggingin yrði tekin af, neyddust skatt- greiðendur (sama fólkið og það sem skuldar húsnæð- islán) til að leggja sjóðnum til nýtt fé svo hann færi ekki á hausinn. Það yrði skammgóður vermir. Gylfi bendir á það, sem margir hafa raunar gert á und- an honum; að verðtryggingin verður ekki afnumin nema skipt verði um gjaldmiðil hér á landi. Kjarni málsins er sá að krónan er ónýt og hefur verið lengi. Engum dettur í hug að lána til langs tíma í krónum nema verðtryggja lánið. Með því er öll áhættan af verðbólgu auðvitað lögð á lántakann. Þetta er hluti af því verði, sem við greiðum fyrir pínulítinn, sjálfstæðan gjaldmiðil. „Ef við værum með stöð- ugan gjaldmiðil sem fólk hefði talsverða trú á væri miklu minni ástæða til þess að semja um verðtryggingu,“ segir Gylfi. Þessu er Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB, ekki sammála. Hann segir verð- tryggð lán útbreidd. En það eru þau fyrst og fremst í verð- bólgulöndum með óstöðuga gjaldmiðla; til dæmis í Mexíkó, Chile, Brasilíu, Argentínu og Tyrklandi. Ef við viljum halda í verð- trygginguna, ættum við endi- lega að halda í krónuna. Ef við viljum losna við hana og fylgi- kvilla hennar, er ráð að skipta um gjaldmiðil. Verðtryggingin er hluti af því verði sem við greiðum fyr- ir pínulítinn, sjálf- stæðan gjaldmiðil} Verðtryggða krónan Hvernig stend-ur á því að Al- þingi hefur enn ekki haft í sér dug til að afnema lögin, sem veita þing- mönnum, embættismönnum og ráðherrum ríflegri eftirlaun en öðrum? Hvað getur vafist svona fyrir þingmönnum, sem lýsa sig þó sammála nauðsyn þess að þessi vondu og ósann- gjörnu lög verði felld brott? Ef ríkisstjórnin, með sinn ríflega þingmeirihluta, stæði gegn afnámi laganna, sem sett voru árið 2003, væri seinagang- urinn auðvitað skiljanlegur. En svo er ekki. Leiðtogar stjórn- arflokkanna, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, hafa lýst nauðsyn þess að af- nema lögin, þótt ekki hafi þau borið gæfu til þess enn. Á síð- asta vori voru önnur mál talin mikilvægari, en um leið til- kynnt að formenn allra stjórn- málaflokka á þingi myndu vinna sameiginlega að laga- breytingum í sumar. Þá lá að vísu fyrir frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur, flokkssystur Ingi- bjargar Sólrúnar, um afnám þessara sérréttinda. En það hlaut ekki náð fyrir augum þingheims, þótt menn segðust vilja lögin burt. Og enn draga menn lapp- irnar. Á meðan fólk missir vinnuna eða tekur á sig veru- lega launaskerðingu vegna ástandsins í efnahagsmálum, svo ekki sé nefnt hvernig útlit- ið er í lífeyrismálum almenn- ings, þumbast Alþingi við. Menn bera m.a. fyrir sig að erf- itt sé að afnema lögin og taka þar með áunninn rétt af fólki. Áunninn rétt á borð við þann að geta þegið full eftirlaun, þrátt fyrir að vera í öðru laun- uðu starfi, eins og allnokkrir fyrrverandi ráðherrar og þing- menn hafa gert að undanförnu. En þó sjá allir að sú skömm hlýtur að vera tekin frá þeim. Alþingismenn, sem kvarta undan verkefnaskorti, ættu að sjá sóma sinn í að afnema eigin sérréttindi hið fyrsta. Alþingismenn ættu að sjá sóma sinn í að afnema sérréttindin} Burt með sérréttindin! Þ að er óhætt að segja að þingheimi hafi brugðið nokkuð á mánudag- inn var er í ljós kom að Guðni Ágústsson hafði sagt af sér þing- mennsku. Guðni er skemmtilegur og litríkur maður og það var gaman fyrir óreyndan þingmann að vinna með honum. Á skammri stundu hefur þingflokkur framsókn- armanna og flokkurinn allur gjörbreyst. Það er afar fátítt að þingmenn segi af sér þingmennsku við þær aðstæður sem þarna sköpuðust. En aðstæður í íslensku þjóðfélagi núna eru afar óvenjulegar. Guðni Ágústsson leiddi flokk sinn á erfiðum tímum og vænt- anlega hefur hann talið að hann hefði ekki stuðning til þess að byggja hann aftur upp. Framsóknarmenn kalla á miklar breytingar, breytta stefnu í Evrópumálum og breytta ásýnd flokksins. Mat gamla formannsins hefur án efa verið það, að slíkt væri ekki hægt nema með nýju fólki í brúnni. Enda þekkjum við flest skoðanir Guðna í Evrópumálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ákveðið að flýta lands- fundi sínum og taka Evrópumálin sérstaklega til skoð- unar. Ég held að sú ákvörðun hafi verið skynsamleg og skipti máli við þessar aðstæður sem nú eru uppi. Allt ís- lenskt fjármálalíf er að hruni komið. Atvinnulífið er í miklum vanda. Fjölmiðlarnir eru meira og minna komn- ir á eina hendi. Heimilin í landinu eru allt of skuldsett. Allt þetta hefur skapað vantraust á bankakerfinu og eftirlitsaðilum í þessu landi. Fólki finnst kjörnir fulltrú- ar hafi verið sem sofandi Þyrnirós. Nú kepp- ast menn við að skýra frá því að aðrir beri líka ábyrgð. Að Seðlabankinn hafi átt að gera þetta og Fjármálaeftirlitið hitt. Að rík- isstjórnin hafi átt að taka fastar á. Og það sem upp úr stendur, að enginn segi neinum neitt nema það að almenningur eigi að borga. Það þurfa allir að horfa í eigin barm. Meg- inverkefnið er að skapa aftur tiltrú á stjórn- völdum á Íslandi. Að fólk fái það á tilfinn- inguna að menn séu að vinna saman í því að leysa aðsteðjandi vanda en ekki stöðugt að leita að blórabögglum. Það þarf að skýra út af hverju þessi ósköp dundu yfir og hvað þurfi að gera til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Það verður að sýna fólki fram á að það sé ljós handan við göngin. Þar liggur meginverkefni stjórnmálamanna. Núna er allt breytt. Allir flokkar þurfa að hefja sig upp úr ein- stökum álitaefnum og verkefnum og velta fyrir sér hvernig eigi að reisa íslenskt samfélag aftur við. Hvaða sjónarmið eigi þar að ráða för. Ætlum við að sigla inn í endalausan ríkisrekstur eða ætlum við strax að leysa úr læðingi þrótt hvers einstaklings í þessu landi ? Verður það á forsendum ríkisins eða hugmyndum fólksins í landinu? Framundan eru áhugaverðir tímar í íslenskri pólitík. Tímar þar sem ekkert pláss er fyrir skoð- analeysi heldur sköpun og hugsun. olofnordal@althingi.is Ólöf Nordal Pistill Skoðanir, takk! FRÉTTASKÝRING Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is T öluverð óvissa ríkir nú um styrkveitingar fyr- irtækja til íslenskra há- skóla en það hefur færst í vöxt á undanförnum árum að samningar séu gerðir milli menntastofnana og fyrirtækja um rannsóknarstyrki og kostun á stöð- um kennara. Litlar upplýsingar liggja hins vegar fyrir um fjárstuðning fyrir 2009. Háskóli Íslands er t.a.m. ein- ungis búinn að tryggja sér um helm- ing þeirrar fjárhæðar sem skólinn fékk frá stofnunum og fyrirtækjum 2008. Sú upphæð var 150 milljónir kr. Stór hluti upphæðarinnar sem tryggð hefur verið fyrir 2009 kemur frá erlendum sendiráðum sem kosta 12 stöður í deild erlendra tungu- mála. Stykir hagfræði- og viðskipta- deildar skila sér að öllum líkindum ekki og óvissa ríkir um styrkveit- ingar margra deilda. Á Bifröst ríkir líka óvissa, en dr. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir fjárstuðning fyrir- tækja mikilvægan fyrir háskólann. Ekkert liggi hins vegar fyrir um hver hann verði á næsta ári. „Ástandið í samfélaginu er almennt með þeim hætti að menn geta lítið sagt um 2009, hvorki varðandi sam- starfssamninga né annað,“ segir hann. „Við höfum hins vegar átt góð samskipti við fjölmörg fyrirtæki og höfum enga ástæðu til að ætla annað en að staðið verði við gerða samn- inga.“ Sama segir Þorsteinn Gunn- arsson, rektor Háskólans á Akur- eyri. Engar staðfestingar á efndum samninga hafi borist en menn gangi út frá að þeir haldi. Viðræðum slegið á frest Jóhann Hlíðar Harðarson, for- stöðumaður almannatengsla Há- skólans í Reykjavík, segir HR vera með samstarfssaminga við átta fyr- irtæki og renni tveir samninganna út á þessu ári. Samningar skólans við Landsbankann eru þá í endur- skoðun en aðrir samningar eru í fullu gildi. Viðræðum við ný fyr- irtæki um samstarfssamninga hafi hins vegar verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Um 35 stöður eru fjármagnaðar með styrkjum að fullu eða að hluta hjá HÍ að sögn Guðmundar R. Jóns- sonar, formanns fjármálanefndar HÍ. Kostnaðurinn við lektors- eða dósentsstöðu nemur um 4,5 - 6 milljónum kr. og styrkveitingar hafa verið á bilinu 0,5 - 7 milljónir kr. „Það gerir okkur því óneitanlega erfiðara fyrir ef þetta dettur upp fyrir.“ Hjá HR hafa fimm heilar stöður verið kostaðar og segir Jóhann Hlíðar eina þeirra mögulega í upp- námi. Nokkrar stöður séu auk þess kostaðar að hluta. Landsvirkjun kostar stöðu prófessors í auðlinda- fræðum við HA og í gangi eru um 30 samstarfsverkefni við fyrirtæki og stofnanir þar sem styrkveitingar nema um 1 - 5 milljónum kr. Hjá Bifröst eru stöður eingöngu kostað- ar að hluta, en hátt í 30 samstarfs- aðilar styrkja auk þess skólann með fjárstuðningi eða starfi tengdu rannsóknum. Meðal samstarfsaðila eru Glitnir, Kaupþing og Nýsir. Búast má við töluverðri fjölgun háskólanemenda eftir áramót. „Við bíðum í ofvæni eftir að fá að vita úr hverju við höfum að spila. Því það er erfitt að lenda í niðurskurði og ætla á sama tíma að taka á móti fullt af nýju fólki sem við viljum annars gjarnan gera,“ segir Guðmundur. Morgunblaðið/Ásdís Menntun Þeim sem setjast á háskólabekk eftir áramót kann að fjölga um- talsvert. Fjárstuðningur mun hins vegar að öllum líkindum minnka. Hefur kreppan áhrif á háskólastarfið? Áhyggjur háskólasamfélagsins eru menntamálaráðuneytinu kunnar að sögn Steingríms Sigurgeirssonar, aðstoðar- manns menntamálaráðherra. Vissulega sé áhyggjuefni ef dragi úr fjárveitingum, en það sé ekki menntamála- ráðuneytisins að bregðast við slíku. „Þessir styrkir eru viðbót við framlög opinberra aðila og þetta á því ekki að ógna grunn- þjónustunni sem samið er um við ríkið,“ segir Steingrímur. Fimm ára samningur ríkisins við Háskóla Íslands um eflingu kennslu og rannsókna við HÍ var undirritaður í janúar 2007 en samkvæmt honum fær skól- inn um þriggja milljarða kr. við- bótarframlag yfir fimm ára tímabil. Hvort viðbótar- framlagið fyrir 2009 mun skila sér, skýrist þó væntanlega ekki fyrr en fjárlagafrumvarpið hef- ur verið afgreitt. En samkvæmt samningnum ætti HÍ þá að fá um 670 milljónir kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.