Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1925, Síða 2

Skinfaxi - 01.06.1925, Síða 2
SKINFAXI tilverurétt — bæði í sveitum, þar sem þörf er á að vega á móti deyfð og tilbreytingaleysi, og í bæjum, þar sem nóg er að vísu um skemtanir, en samt skiftir miklu máli, ineð hverjum og hvernig ungt fólk skemt- ir sér. Enn meir lifir þessi félagsskapur þó á annari þörf æskunnar: að inna af hendi ósíngjarnt starf, berjast fyrir miklum áhugamálum. Aldurinn um tvítugt, áður en baráttan fyrir lífinu er tekin að kreppa að mönn- um og gera þá þröngsýnni, er sérstaklega til þess lall- inn að fórna einhverju fyrir almennar hugsjónir. Og síðari hluti æfinnar ber þess jafnan merki, bver áhrif beygt hafa krókinn á þessum árum. Nú getur enginn neitað því, sem nokkuð þekkir til, að einstök félög og einstakir félagar hafa komið miklu til leiðar. Ungmennafélögin í pingeyjarsýslu eiga mestan og bestan þátt i stofnun alþýðuskólans á Laug- um. Héraðsskóli Suðurlands, sem enn er ekki nema hugsjón, á sér marga ötula fylgismenn meðal ung- mennafélaga austan fjalls. Og nú þessa dagana les eg í einu norðanblaðanna, að ungmennafélagar á Akur- eyri sé fremstir i flokki í íjársöfnuninni til Heilsuhælis Norðurlands. Ýmis íleiri dæmi þessu lík mætti telja. Hvar sem ungmennafélagsskapur liefir verið, veil eg, að hann hefir átt einhvern þátt í að efla þroska og framtak æskumanna. En þetta hefir ekki verið bestu félagsmönnunum nóg. peim hefir fundist vanta sammark og samstarf allra félaganna. peir hafa lifað í þeirri von, að ungmenna- félögin yrði þess einhvern tima megnug að lyfta grett- istaki úr götu þjóðarinnar, frelsa liana þegar mest á riði. Og það er engin fjarstæða að halda, að svo fjöl- mennur félagsskapur gæti á úrslitastundu lagt það lóð i vogarskálina, er réði örlögum þjóðarinnar um langt skeið. En til þess að láta svo til sín taka, þurfa félögin að gera mark sitt ljósara og einfaldara og starfshætt-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.