Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1925, Page 6

Skinfaxi - 01.06.1925, Page 6
54 SKINFAXI þar á skömmum tíma og fjarlægjst eðlilega lifnaðar- háttu. pó er þess að gæta, að erlendis er mest menning' í borgunum og stendur á gömlum, þjóðlegum merg. Vér íslendingar eigum enga þjóðlega borgamenningu og ekki horfur á, að hún skapist í bráð. pví er hættan hér á landi tvöföld og hún vex með hverju ári eins og hrapandi skriða. Hér er því ærið verkefni fyrir hönd- um. En vandinn er að ná einhversstaðar föstum tök- um á því. Hér skal ekki drepið nema á þrjú atriði: 1) Héraðsskólarnir eiga að verða nýir höfuðstaðir sveitanna. Mark þeirra á að vera að halda annaðhvort æskulýðnum í sveitunum eða gefa honum a. m. k. svo mikla kjölfestu, að unglingarnir, sem til sjávarins leita, sogist þar ekki inn í hættulegustu hringiðuna viðnáms- laust. Skólaruir eiga að vera fyrirmyndar heimili, mið- stöðvar þjóðlegrar mentunar, heiibrigðrar slcoðunar á lífi manna og skyldum, íþrótta og heimavinnu. Ung- mennafélögin eiga ekki einungis að beita sér fyrir að koma slikum skólum upp, heldur slá fylkingu um þá, efla þá og prýða og vera í samvinnu við þá um náms- skeið og samkomur. 2) pii á hver ungmennafélagi og allir í samein- ingu að vinna að þvi að gera heimilin og sveith*nar vistlegri. Húsakynnin eru fyrsta og mesta sporið. pað þarf að koma þeim í nýtt og betra liorf og vel má vera, að þegnskylduvinna væri þar ein leiðin. peirri hug- mynd hafa félögin jafnan lagt liðsyrði, og er þeim það til sóma. Næst er að auka Jiíbýlaprýði, sem best verður gert með því að menn læri alment að smíða sér einföld og falleg húsgögn í íslenskum stil, i stað þess að elta lélegustu tísku bæjanna. Eg trúi ekki á ís- lenska skógrækt í stórum stil, en trjárækt og blóma heima við bæi getur gert svip sveita og heimila furðu miklu skemtilegri. Og síðast en ekki síst geta kvöld- vökur, lestrarfélög og samkomur gert sveitalífið miklu fjörugra og skemtilegra en nú er. Eldri kynslóðin hef-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.