Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1925, Qupperneq 7

Skinfaxi - 01.06.1925, Qupperneq 7
SKINFAXI 55 ir of óvíða skilið þelta. Undirstaða allrar velmegunar í sveitum er nægilegur vinnukraftur, og það fé er sett á góða vöxtu, sem stuðlar að því að fólkið á besta skeiði uni sér heima. 3) Siðasta atriðinu, sem eg ætla að nefna, er örð- ugast að lýsa í stuttu máli, og þó er það aðalatriðið. pað þárf að vekja skyldutilfinningu hinnar uppvax- andi kynslóðar gagnvart landinu, jörðunum, en eink- anlega kynstofninum, menningunni. Hver kynslóð er eins og andartak. Hún liefir engan rétt til þess að leggja í rústir það sem ótaldar 'kynslóðir Iiafa barist fyrir að varðveita. Enginn maður á sig eingöngu sjálf- ur. Auk þess kemur hin skammsýna eiginhyggja hverj- um manni í koll. Heilbrigðasti þroskinn fæst ekki nema með því að vinna fyrir lieildina og framtiðina, þótt i smáum stíl sé. Vér stöndum nú á einkennilegum tímamótum í lífs- skoðun. Efnishyggjan er í orði kveðnu úr sögunni, en ný lífsskoðun er varla orðin starfandi. Oss er algerlega stjórnað af mönnum, sem þekkja engan æðri veru- leika en peninga, og andleg mál geta nú á dögum orðið sameiginlegt fótaskinn flokkanna, í stað þess að vera hafin upp yfir þá. En annaðlivort eru öll andleg mál hégómi og hugarburður, og þá eiga menn að þora að breyta samkvæmt því, eða þau eru aðalmál alli’a mála, og hví skyldi þau þá ekki hafa áhrif á stjórnmál eins og önnur mál? Peningar eiga að þjóna, en eklci stjórna, og til þess verða þeir að vera i höndum vitrustu og bestu manna, og sá hugsunarháttur að breiðast út, að jafnvel peninga megi kaupa of dýru verði. Atvinnuleit sveitafólks til sjávarins, sem oft og einatt skilar fólki með tvær hendur tómar eftir árið, þrátt fyrir hátt kaup með pörturn, sýnir Ijóslega, hversu féhyggjan getur glapið einstaklingum sýn. í þessari eftirsókn eftir háu stundarkaupi er sjaldan tekið nokkurt tillit til aðal- atriða lífsins: andlegs þroska og likamlegrar lieilbrigði.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.