Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1925, Side 17

Skinfaxi - 01.06.1925, Side 17
SKINFAXI 65 ur líka mörgum á gamals aldri að andvarpa með s'káldinu: Sé nokkur hlutur sorgarsár, sé nokkuð biturt til, þá eru það horfin æskuár ónýt í tímans hyl. Eg vildi að eg gæti hrópað i eyra hvers einasta æsku- manns: Notaðu tímann, dragðu að þér ljós og dreifðu því frá þér meðan dagur er. Vertu ylgjafi á heimili þinu. Alstaðar er nóg af skuggum og lculda. En eg get ekkert hrópað. Rödd mín er veik, og fáir eru, sem vilja hlusta. Eg ligg hérna i rúmi mínu, allan daginn, og hristi höfuðið yfir gáska fólksins og gáleysi. Mér gremst hvað litið menn gcra að þvi að létta hver öðr- um lifið. pú þekkir nú hvernig hagar til liérna. Nógur er auðurinn, ekki vantar það, og þá held eg að eldri systkinin séu það sem kallað er mentuð. En hvar sér það á? Annað livort bera þau skarðan lilut frá þvi and- ans borði, sem þau hafa dvalið við, eða viljann vantar til framkvæmda. Hér er alt að verða fult af ýmiskon- ar nýmóðins tildri, flestu ósmekklegu og illa sæmandi á gömlu höfuðbóli. En þetta er nú samt, að þvi er mér virðist, lielsti árangurinn af margra ára skólagöngu. Og fanst þér kannske daglegu umtalsefnin hérna bera vott um mikla mentun? Var það ekki mest allskonar þvaður og útásetningur um aðra Og minnir iþig, að systurnar hérna læsu bækur, sem kröfðust mikillar umhugsunar. Nei, þá misminnir þig. En bækurnar eru svo m a r ga r, sem þær lesa, að þær geta ekki lilaðið á minnið þvi sem i þeim stendur. Að minsta kosti muna þær ekki mikið þegar litlu lcrakkarnir koma til þeirra og biðja þær að segja sér sögu. pá liggur oft leiðin að rúminu til Helgu gömlu, sem litið hefir lært, og í engan skóla gengið. Eg furðaði mig sannarlega eldci á þvi í liaust, þótt gamla manninum gremdist,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.