Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1925, Side 25

Skinfaxi - 01.06.1925, Side 25
SKINFAXI 73 þess er reynslan. — Verum þess vegna sameinaðir, en ekki sundraðir, l'yrir sakir þess mikla sameiginlega, er við höfum að vinna. Gleymum ekki landinu, sem liafði máttinn til að snúa Gunnari aftur og draga Snorra heim. Gleymum ekki ákvæði hinna fyrstu ungmennafélaga, að starfa fyrir land og lýð. Gleymum ekki okkar fyrstu orðum og myndunum öllum, sem að eins Island á og geymir. pví ætti þetta ekki að geta gert okkur skiljanlegt, að tómstundirnar eiga að helgast pabba og mömmu, en fyrst og síðast landinu, sem við unnum ÖU, því: „pótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót.“ 24. mars 1924. Jón Jónsson. Körfu knattleikur. Leiksvæðið sé slétt flöt, 36 m. löng og 18 m. breið, er henni skift í 9 jafna reiti með tveim þver- og lengd- arlínum. Mörkin eru sett fyrir miðjum endum svæð- isins, og eru þau ekki annað en slöng, ca. 3 m. löng, stungin niður í jörðina, og á efri endann er fest gjörð, sem liggur lárétt og skal hún snúa inn að svæðinu, það er karfan. pvermál hennar skal vera 50 cm., og þegar kept er skal festa netpoka eða strigapoka við gjörð- ina og situr knötturinn þar þá fastur, en sjálfsagt er að hafa pokann þannig, að hægt sé að opna botninn fljótlega. I miðreit svæðisins hefst leikurinn, en mið- reitirnir til endanna heita markreitir.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.