Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1925, Page 30

Skinfaxi - 01.06.1925, Page 30
78 SKINFAXI best, og ræktunin gengur þar greiðast, en síðan að brciða hann út um heimahagana, svo vítt, sem unt er. pað er þýðingarlaust að hefja starf án áhuga. Fyrst verður að vekja hann, vekja löngunina til starfsins. Taktu þér ferð á hendur í einhvern íslenska birkiskóg- inn um miðsumarsleytið, og hafðu opin augun. Langar þig ekki til þess að flytja heim eitthvað af unaði skóg- arins? pegar þú kemur heim, þá „gróðursettu tré, og mun það vaxa meðan þú sefur.“ Ungmennafélagar ætlu að fara skógarferðir á sumr- in, þar sem því verður við komið. Ekkert glæðir frem- ur áhuga unglinganna fyrir skógræktinni, því að „sjón er sögu ríkari“. En „lengi er að vaxa vegleg björk, sem vermir um aldir hólminn.“ pví þarf að kasta fræinu sem fyrst í moldina, ef þessi spá H. Hafstein skal rætast, sem öll- um ættjarðarvinum er áhugamál: Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa. Brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa. Menningin vex í lundi nýrra skóga. Marínó L. Stefánsson frá Skógum. Glímumenn. U. M. F. 1. sendi 9 manna glimuflokk til Noregs í vor. Fóru þeir héðan 21. maí. Ýms af helstu ungmennasamböndum Noregs liafa gert ráðstafanir til þess að taka á móti glímumönnun- uin og leggja þau mikið kapp á, að ferð þeirra geti

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.