Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 2
82 SKINFAXI I þessari hreyfingu mótuðust lög flestra félaganna. En lengra náði hreyfingin ekld. Enn héldu félögin áfram að starfa hvert í sinni sveit sambandslaust. Að eins eitt félag var í U. M. F. í., Geisli í Aðaldal. Árið 1914 verða þáttaskifti i sögu þingeysku ung- mennafélaganna. Á útmánuðum það ár var bænda- námskeið á Breiðumýri i Reykjadal. ]?að námsslceið sótti margt ungmennafélaga hvaðanæfa úr sýslunni.. Yar þar rætt um samvinnu með fjelögunum innan héraðs, um íþróttamál og mentamál, og að loknm kosn- ir þrir menn til að semja frumvarp að lögum um hér- aðssamband og hoða til stofnfundar. þessir menn voru kjörnir: pórólfur Sigurðsson i Baldursheimi, Björn Sigtryggsson á Hallbjarnarstöðum (nú á Brún), og Jón Sigurðsson í Ystafelli. 31. okt. um haustið var svo „Samband þingeyskra ungmennafé- 1 a g a“ stofnað á fundi á Breiðumýri. Á þeirn fundi voru fulltrúar frá öllum ungmennafélögum í sýslunni. pó gengu ekki nema 8 félög í sambandið á fyrsta ári, en hafa síðan verið 9—11 og félagsmenn samtals 450 —500. Auk þess liafa verið 2—4 ungmennafélög ulan Samhandsins i sýslunni. II. pótt ýmislegt liafi skilið þingeysku ungmennafélögin og þau félög, sem eru í allsherjarsambandi U. M. F. I., hafa þó áhugamál þeirra og starfshættir verið mjög líkir. Hvert félag heldur að jafnaði 4—6 fundi á ári. Á fundunum eru rædd áhugamál félaganna og álykt- anir gerðar. Lögð er áhersla á að fá sem almennasta þátttöku í umræðum. Umræðuefni eru oftast fram- kvæmdamál félaganna, en þó stundum dagskrármál önnur, sálræn efni og menningarleg. Framkvæmda- mál þau, er hvert félag hefir, eru flest smá, en þó hafa flest félögin eitt allstórt framkvæmdamál með hönd- um og má oft segja, að það mál sé ásinn, sem alt ber.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.