Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 23
SKINFAXI
103
hafa þeir oft sagt niðjum sínum frá því, sem þá gerð-
ist, niðjarnir hafa hlustað hugfangnir, og ærin urðu
tilefni að bæta nokkru við fræðaíorðann, þvi að öldin
var viðburðarík innanlands, og liitt var lika mikilsvert,
sem farmenn fræddust um úti í heimi, er þeir voru i
víking eða kaupförum, heimsóttu fræga frændur sína
og gerðust handgengnir konnngum og jörlum.
Iþróttastarfsemi, lcikir og þingferðir fornmanna var
vel fallið til þess að bera sögurnar um land alt. Strjál-
býlið og vetrarkvöldin löngu hafa lijálpað til þess að
sálda þær og festa þær í minnum manna. Enn fremur
hefir liið frjálslega kirkjulíf Islendinga fyrir og um Rit-
öld orðið sögunum ómetanlega mikils virði, það hefir
aukið þær að skáldlegri fegurð og veitt þeim mikið af
lista.gildi.
Hér hefir verið fátt eitt talið af öllum hinum mörgu
öflum, sem ofið hafa íslendingasögur, en það er auð-
séð af öllu, að þær eru mikillar ættar. pær hafa ekki
verið ritaðar í launaskyni, heldur orðið til fyrir andans
þörf eða þegar fræðimenn, skáld og rithöfundar voru
knúðir af æðra aí'li til þess að tala, þvi hafa þær orðið
lífsdögg á íslenskum þj(>ðarmeið, og má sá maður
varla heita íslendingur, sem ekki hefir lesið þær.
pað hefir verið sagt, að þreyttur hugur geti orðið
leiður á öllu nema lestri íslendingasagna. petla er hið
mesta sannmæli. Stillinn er víða fagur, þróttmikill og
mærðarlaus, og efnið oft stórfenglegt og áhrifamikið.
pó eru sögurnar dular af kostum sínum eins og flest
snildarverk eru, þær verða að athugast itarlega ef njóta
skal þeirra að fullu. Við getum lesið þær sein börn,
unglingar og fullorðnir menn, og altaf liafa þær eitt-
livað að bjóða, sem er við hvers manns hæfi, þær eru
frjósamar eins og íslensku túnin og ótæmandi sem
liafið. Myndir þeirra af mannlifinu eru sigildar eða
ævai’andi, þær blikna aldrei þó aldir líði.
Margt er þessu til sönnunar, tökum t. d. söguna af