Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 8
88 SKINFAXI una hefir á hendi. petta mál mun nú vera að komast á rétta leið. Og þó að þar eigi aðrir aðilar en samband- ið mikinn hlut að máli að lokum, hefir það þó hrund- ið því af stað og lengst af borið það uppi. Nokkrum sinnum hefir sambandið sent félagsdeild- um sínum handritað blað, „pingeying“, einkum til að skýra aðalmál sín, tvisvar hefir það sent fyrirlesara um samhandssvæðið (1917 og 1918) og einu sinni stað- ið fyrir fyrirlestramóti við unglingaskólann á Breiðu- mýri (1918). IV. pótt hér sé ekki alt talið, sem þingeysku ungmenna- félögin hafa starfað, hygg eg að það verði ljóst af þessu yfirliti, að þau hafa verið óvenju athafnasöm, eftir því sem gerist um ungmennafélög, og sérstaklega hafi starf sambandsins verið mikið og samstætt. Er því rétt að reyna að gera nokkra grein fyrir, hvernig á því stendur. pví mun einkum vera um að þakka, að stjórn sam- bandsins hefir frá upphafi verið samstæð og lítið skift um menn. Fyrstu 3—4 árin voru þeir menn i stjórn sambandsins, er staðið höfðu fyrir stofnun þess, pór- ólfur Sigurðsson, Björn Sigtryggsson og Jón Sigurðs- son, og pórólfur hefir verið það fram á þennan dag og formaður þangað til síðastliðið vor. Auk þessara manna hafa setið í stjórn sambandsins að eins 5 menn, Sigur- geir Friðriksson, nú bókavörður í Reykjavík, Árni Jak- obsson i Skógarseli, pórir Steinþórsson i Álftagerði, Ketill Indriðason á Yfra-fjalli og' sá er þetta ritar, og hefir að eins einn verið skemri tíma í stjórn en þrjú ár. Auðvitað er það aðallega þórólfur, sem borið liefir sambandið uppi, og honum er það langmest að þakka, hversu störf þess hafa verið mikil og samstæð. Mikils hefir einnig verið um það vert, að samvinna milli sambandsins og félaganna hefir yfirleitt verið góð. Að vísu hefir þess nokkuð kent stundum, að fé-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.