Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 27
SKINFAXI
107
gleyma því að hugsa um, hvað hafi gefið verkum þess-
um töframáttinn. En sá sem ritaði Egils sögu, virðist
skilja það vel, að flest ódauðleg snildarverk eru rituð
eða máluð með hjartablóði höfundarins. Frh.
Frá sambandsstjórninni.
Frá síðasta sambandsþingi ungmennafélaganna eru
til ýmsar ályktanir og samþyktir, sem vert er að minna
á, eins og svo margt fleira, er okkar félagsskap áhræi’-
ir. Kann að mega segja, að fyr liefði átt að vei*a. En
þvi er til að svara, að þinggerðin öll var fjölrituð og
send fulltrúunum er sambandsþingið sátu. Einnig hér-
aðsstjórnum öllum og þar með nokkur eintök til út-
býtingar meðal einstakra félaga. Ennfremur var útdrátt-
ur úr þinggerðinni prentaður í Skinfaxa og öðru fjöl-
lesnu blaði til. Var þar með ætlast til, að hverjum ung-
mennafélaga gæfist kostur á að kynna sér gerðir sam-
bandsþingsins. En svo ekki fyi*nist um of í liuga gerðir
þingsins og ályktanir, munu nokkrar þeirra nánar á
minstar í Skinfaxa í vetur, ef ástæður leyfa.
Drög* til sögu félagsskaparins.
Ein af ályktunum sambandsþingsins — um „Drög
lil sögu félagsskaparins“ skal að þessu sinni litið eitt
tekin lil ihugunar. Tillaga sambandsþingsins er á þessa
leið: —
„Sambandsþingið litur svo á, að saga félagsskaparins
frá byrjun sé þýðingarmikið atriði i framtíðinni, bæði