Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 13
SKINFAXI
93
Að þegja í hel.
J?að er til máltæki, sem segir, „að tala sé silfur, en
þögn sé gull.“ pó þetta geti verið gott og satt, þá er
hitt þó jafnvíst, að oft er þagað í hel þúsund margt,
sem hefði verið þess vert að berast frá sál til sálar, festa
rætur, gróa upp, vaxa.
Fátt er dýrðlegra en frjómagn og vöxtur vorsins.
Jafnvel í vetrarkuldunum reynum við að verma okkur
með þvi að hugsa um liðin vor, eða vor i vændum. pað
hugsa fleiri en skáldið á þennan hátt:
pegar fannir skóf í skor
og skefldi að kofa mínum,
huga löngum valdi eg vor
vist í faðmi þínum.
pað er eins og liver nýr frjóangi, sem teygir sig upp
úr moldinni til þess að ná í ljósið og ylinn, hann færi
manni nýja gleði og nýja von og nýja löngun til að
hlúa að öllu, sem „langar til að lifa og verða stórt.“
En þó verður altaf enn meiri viðkvæmni bundið og
enn gleðilegra að sjá votta fyrir þessu sama í manns-
sálunum. Einhverjum frjóanga í hugsun eða tilfinn-
ingu.
Móðir jörð á allsstaðar nóg hjálparmeðul, „hvar sem
lítið lautarhlóm langar til að gróa.
En hvað geri eg, og hvað gerir þú?
Yið þegjum oft í hel hugsanir okkar, og kæfum ann-
ara með tómlæti og andsvarsleysi. Líklega eigum við
hvorki næga einlægni eða hispursleysi til þess að taka
á hlutunum eins og þeir eru í raun og' veru, eða tala
eins og vinur við vin um áhugamál okkar, ef nokkur
eru — og vandhæfni og vöntun á ýmsu, sem að því lýt-
ur og í hugann kemur.