Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 11
SKINFAXI 91 mátti sjá um 40 ungmenni leika á sundi i sundlaug- inni fyrir framan húsið eða reyna aðrar íþróttir. Einn- ig var ráðið að iialda héraðshátíð á þessu vori, og liugðu margir gott til. Ný verkefni blöstu við. Og nýir menn höfðu bæst í hóp fulltrúanna og virtust ráðnir i að taka til starfa með fullu áræði. VI. Á síðasta sambandsfundi var rætt um samband við U. M. F. I. um leið og framtíð félaganna var rædd. Áð- ur hefir slíkt verið til umræðu á sambandsfundum, en ekki liaft meirihlutafylgi. Félögunum liefir eigi verið ljóst, að fyrir lægju þau verkefni, er slíks sambands krefðist. Að eins einu sinni hefir verið um lítilsháttar samstörf að ræða: við heimboð St. G. St. pingeysku ung- mennafélögin sáu um fylgd hans frá Möðrudal til Ak- ureyrar. Á þessu ári hafa félögin í í'yrsta sinn starfað svo teljandi sé að máli, sem eklci er héraðsmál fyrst og fremst. 1 flestum sveitum pingeyjarsýslu hafa þau stað- ið fyrir fjársöfnun til Heilsuhælis Norðurlands. Vegna þess starfs eru þau sannindi sumum auðsærri en fyr, að nóg eru sameiginleg mál framsækins æskulýðs þjóð- ar, er eigi telur full 100 þús. manns. Með auknum stór- hug þingeysku félaganna kemur og þörf fyrir stærra starfssvið. Að vísu eru ótæmandi verkefni heima. En flest af því þarf að vinna í hverri sveit um alt Island. Og að öðrum þræði eru öll mál ungmennafélaganna upp- eldis- og menningarmál, og f jölmörg þeirra eru það ein- göngu. Og slik mál eru i eðli síuu þjóðmál. Til þess að ná fullum árangri af störfUm ungmennafélaganna,þurfá þau þvi að vera samræmd. Sum málin hljóta og að krefj- ast sameiginlegra átaka við framkvæmdir eða til að orka á rás þjóðmálanna á kjörstað eða í þingsal. Og til þessa þarf að vera traust og víðtækt samband milli félaganna. En enn þá standa milli þingeysku ungmennafélag- anna og U. M. F. í. gömul ágreiningsatriði. Sérstaklega

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.