Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 17
SKINFAXI 97 Höfum við ekki margþreifáS á því, að þegar við að eins þorum að trúa á það besta í sjálfum okkur, og vona á það besta í tilverunni okkur til handa, að þá fer alt vel. Og livenær sem við þorum að leggja eitthvað í hættu, vegna góðs málefnis eða góðra verka, þá ber það æfinlega hundraðfaldan ávöxt, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Iíæru félagar! Hjálpið þið gróðrinum i ykkar sál og annara. pað verður altaf aðalatriði alls, aðþar geti vaxið eittlivað gott, og í rauninni lítilsvert um alt, sem ekki stuðlar þar að, því „að hvaða gagni kæmi það manninum, þótt liann eignaðist allan heiminn, ef hann biði tjón ó sálu sinni.“ Yið skulum hjálpa hvert öðru í einlægni og alúð, þá vinnum við vorsins verk. Við skulum ekki verða til þess að kippa úr gróðurviðleitni og vorsins hug með kulda og tómlæti. ]?að er höfuðsynd. Mér hefir oft lundist, þegar langt líður í milli þess, að fólk kemur saman og liittist, að þá vilji vaxa einhver veggur á milli. Eg hefi fundið þetta svo vel síðan vart sést maður við kirkju riema einu sinni á ári. J?á verður þelta eins og ókunnugt fólk. Eins er með ungmenna- félagsfundi. peir eru ver sóttir vanalega en áður var. ]>ó við sæktum ekkert, hvorki að kirkjunum eða á fund- ina, annað en það, að koma saman sem ein iieild, syngja fagra sálma og fögur ljóð og lög, þá væri það ærið nóg erindi. Guðshúsin, sem eiga að vera griðastaður og hjálpar- staður í margri merkingu, standa auð og köld, af þvi ekkert er að þeim hlynt, livorki í orði né verki. Og við eigum öll sök á þessu. Og mannssálírnar standa lika auðar og kaldar, ef svo mætti að orði komast, og hungra þó og þyrsta eftir velvild og skilningi, eftir því að sam- eina sig um alt, sem göfgar og hætir úr. pað væri fagurt hlutverk ungmennafélaga, að hrúa það djiip, sem þarna er komið. Og það verður, þegar hver einasti ungmennafélagi hefir ræktað þannig hug

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.