Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 31
SKINFAXI
111
— Blað (handskrifað): Nöfn ritgerða og höfunda. —
íþróttir: Æfingar þeirra og þátttaka, íþróltakennari. —•
Skólar, námskeið eða önnur kensla. — Skemtanir, sam-
komur, tilgangur, tilhögun, þátttaka o. s. frv. — Ástand
félagsins: Tala félagsmanna, efnahagur o. fl. — Að eins
útdráttur úr þeirri skýrslu á svo að sendast liéraðs-
stjórn. pannig fengjust glöggar og greinilegar upplýs-
ingar árlega, og eiga þær, eins og áður er ámálgað, að
geymast sérstaklega. Má livort sem vill skrá þær í laus
hefti árlega, með sama sniði, er svo má á sinum tíma
binda í bók eftir t. d. 5. hvert ár, eða þær má færa
inn í tilætlaða bók um leið og sendar eru, —- ellegar
þær mælti skrá i gerðabók funda félagsins, — en að
öðru jöfnu færi þó betur á því að sérstök bók geymdi
skýrslurnar. Ársskýrslur ungmennafélaganna í Reykja-
vík, frá fyrri árum, voru svo glöggar og ítarlegar, að
fyrirmynd var að. pykir mér líklegt að hverig séu til
betri upplýsingar frá þeim tíma um okkar félagsskap.
En til mikillar eftirsjár uggir mig að eitthvað af þeim
skýrslum, ásamt fleira, kunni nú að vera glatað.
Héraðsstjórnum kann síðar að verða skrifað nánar
viðvíkjandi þessu máli ásamt fleiru. Með greinarstúf
þessum fylgir sú orðsending t i 1 a 11 r a h é r-
aðsstjórna: Takið málið til meðferðar á vetri kom-
anda og reynið að sjá svo um að hvert félag i ykkar hér-
aðssambandi komi starfi þessu í rétt horf, hvervetna
sem ábótavant kann að vera.
pað, sem eg svo vildi segja að endingu til allra ung-
mennafélaga, í þessu efni, er þetta: Gerið nú þegar al-
gerða gangskör að þvi að safna saman öllu, sem verða
má til upplýsinga og minningar um félögin og starfsemi
þeirra, livort heldur er til að eins í minni manna, skrif-
um eða öðrum gögnum. Ilaldið þeirri starfsemi við
á r 1 e g a, svo ekki falli úr eða fyrnist — og geymið
það sem allra vandlegast — enn þá vandlegar en sjóð-