Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.09.1925, Blaðsíða 9
SKINFÁXI 89 lögunúm hefir þótt sambandsstjórnm umsvifamikil um of og gera of háar kröfur um framlög til sambands- málanna. En horfið hefir þetta að nrestu, þegar máliii liafa betur skýrst. Og altaf liefir verið mikil samvinna með stjórn sámbandsins og leiðandi mönnum i flest- um félögunum. Hafa sameiginleg áhugamól tengt hug- ina saman. Einnig hafa sambandsfundirnir að því stutt. Sambandið heldur aðalfund á ári hverju og auk þess alloft aukafundi. Hvert félag sendir fulltrúa fyrir hverja 20 félagsmenn. Fundir þessir liafa verið hinir skemti- legustu og mál rædd þar af fjöri og áhuga, en persónu- legs metings hefir þar aldrei gætt. Til er það, að menn lial'a verið í íelögunum fram á gamals aldur. Hitt er samt algengara, að rnenn ganga úr félögunum er aldurinn færist yfir, en muna þau þó. Hafa því þingeysku félögin jafnan átt hauka í horni utan félagsvébandanna, þegar á hefir riðið í stærri mál- um. Aðrir hafa veitt þeim liðveislu af því að þau hafa sýnt að þau gátu til nokkurs dugað, og því eigi árang- urslaust að styðja þau. V. Nú standa þingeysku ungmennafélögin á þröskuldi nýs tíma. Alþýðuskóli pingeyinga er nú stofnaður og fleiri áhugamál eru að komast í höfn eða í annara hend- ur eða þá að fyrnast. ]?eir menn, sem félögin hafa stofn- að, eru búnir að sleppa af þeim hcndi og nýir menn teknir við. ]?eir menn sem forustu bafa haft i sam- bandinu taka að eldast, og telja sér skylt að rýma fyrir yngri mönnum, sem nú fara að standa nær leiðandi mönnum félaganna vegna aldurs síns. pví er eðlilegt, að spurt sé hver örlög félögin eigi í vændum og reynt að svara þeirri spurningu. Til er það, að spáð hafi verið hrakspám um framtið félaganna og sérstaklega sambandsins. Og um skeið voru horfurnar ekki vænlegar. Nýgræðingurinn virtist

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.