Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 11
SKTNFAXI 11 ælli það fjrllilega skilið sem iþrótt, að vera sýnd erlend- is og kynt þar rækilega, svo að öðrum þjóðum geí'ist kostur á þvi að nema þessa góðu þjóðlegu íþrótt vora. Og sjálfsagt eru það Norðmenn, sem eiga að nema hana fyrst af oss. þeir líkjast oss mest, og enn lifir sá and- inn forni hjá báðum þjóðunum að unna harðfengi og hreysti. Mér duldist það ekki þegar i byrjun, að nolckurn und- isbúning þyrfti til fararinnar. pað þurfti að velja menn, og þeir að fá rriikla og góða þjálfun. f fyrra vetur vildi svo vel til að hér var haldið iþrótta- námskeið að tilhlutun í. S. í., og sóttu það menn víðs- vegar að af landinu. Aðalkennari á þessu námskeiði var Jón porsteins- son, frá Hofstöðum. Frétti eg það hjá ýmsum mönn- um, að þar væri að ræða unr duglegan og áhugasaman mann á sviði íþróttanna. Eg sneri mér þegar til Jóns og hað hann að veita mér lið til þess að»koma málinu í framkvæmd. Brást hann vel við þessu. Bað eg lrann þá að sjá unr allan undirbúning, bæði hvað mannval snerti og þjálfun. pess varð að gæta, að þeir senr lentu í förinni urðu allir að vera ungmennafélagar og lrelst frá ýmsunr landshlutum, með það fyrir augunr, að þeir hinir sönru gætu aftur vakið áhuga fyrir íþróttum, hver í sínu lréraði, þegar þeir kæmu heim. Förin átti einnig að framkvæmast í nafni U. M. F. í. f mars lrafði Jón porsteinsson rráð þeirrr mönnunr saman, er hann ætlaði til fararimrar, var það 9 nranna sveit, og voru það þeir: 1. Jón Pálsson, frá Heiði í Mýrdal. 2. Jóhann porlálcsson, Reykjavík. 3. Ágúst Jónsson, Varmadal, Kjalarnes. 4. Jörgen porbergsson, pingeyingur. 5. Viggó Nathanaelsson, pingeyri, Dýrafirði. ö. porgeir Jónsson, Varnradal, Kjalarnes.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.