Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 46
46
SKINFAXI
Ungmennafélög Árnesinga hafa haldið sumarmót i
skóginum. peim sið þarf að halda áfram. Mótin þyrftu
að vera sannkölluð fyrirmynd um reglusemi og hátt-
prýði alla. pangað mega lielst engir koma nema ung-
mennafélagar og valdir 'hoðsgestir.
Gera má ráð fyrir að reist verði gistihús i prasta-
skógi áður en langt líður, og notað á sumrin. Auðvitað
þarf margt að gera áður en það verður framkvæmt.
Fyrst og fremst safna fé og ákveða hvar og hvernig
hagkvæmast verður að byggja. Brautir þarf að leggja
um skóginn og girða meðfram þeim, því að þess þarf vel
að gæta, að skógargróðurinn skemmist ekki af völdum
gesta. Leikvöllur þarf að vera í grend við húsið, og ekk-
ert er sjálfsagðara en liafa bát og nota hann á vatninu.
Ekki er óhugsandi að nota mætti tjöld og búa við þau
fyrstu árin.
Sumir hafa spáð því, að dvalarstaður í skóginum
verði ekki til annars en að auka kostnað og valda
óreglu. Fáir munu trúa því, að hrakspá sú rætist. En
mikið veltur á að hægt verði að fá góða skógarverði,
sem gæta vel heiðurs ungmennafélaga og réttar þeirra
gagnvart skóginum. Ef það lánast, getur prastaskógur
orðið yndislegur dvalarstaður þeirra, sem óska þess að
njóta flestra þeirra unaðssemda sem islensk náttúra
getur veitt. G. B.
Leyningshólaskógur-
Framarlega i Eyjafirði er skóglendi nokkurt, sem
nefnist Leyningshólaskógur. Skógur þessi er ekki víð-
lendur og gróðurinn fremur lágvaxinn. Iter hann þess
merki, sem flestir skógar hér á landi, að hann hefir
verið beittur hlífðarlaust og ekkert að honum hlúð.
Skógur þessi er einu skógarleifarnar, sem til eru í
Eyjafjarðarsýslu eftir því, scm kunnugir segja.