Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 18
18
SKINFAXI
stjórans, ekki síður en þegar vér ókum eftir Kamba-
veginum, er vér fórum austur á Eyrarbakka. Komurn
tii Nordheimssilnd kl. 8 l/2 um kveldið. Nordheims-
sund liggur við Harðangursfjörðinn. Undirlendið þar
er aðallega dalverpi, sem gengur upp frá firðinum.
Fjallshlíðarnar eru allbrattar, en mjög skógi vaxnar.
þarna í dalnum eru snotur bændabýli umvafin blóm-
görðum og trjálundum. par er nokkur' akuryrkja. —
Næsta dag fréttum vér af stóru ungmennafélagsmóti,
sem væri haldið á Franmesi, sem er skamt frá Nord-
heimssund. Fórum vér þangað. pessi samkoma var
haldin innanhúss og var þar uin 1200 manns. Fór þar
fram söngur og ræðuhöld. Meðal þeirra sem töluðu
var Castberg þingmaður. — Talaði bann um pólitíkst
ástand i ríkinu. Sýndi liann fram á, að þar væri um alls-
konar sundrung að ræða. Hann virtist bera mikið traust
til ungmennafélaganna. Hann gat þess fagurlega, að
liver einstaklingur ætti að vera sjálfum sér trúr og
tryggur sínu eigin heimili og sannur gagnvart sínu eig-
in föðurlandi. par talaði og Gullvág ritstjóri, Gule Tid-
ende. Er hann ákafur málmaður og hefir mikill styrr
staðið um hann nú síðustu árin. Gat hann þess að Norð-
menn ættu sem mest að laga málið eftir Færeysku, en
ekki að gera það sænskt eða danskt.
pá skýrði formaður nu'itsins frá því, að hér væru
þau undur á ferðinni að nokkrir íslendingar væru þar
staddir, og bauð bann oss velkomna þangað. Stóðum
vér þá upp i þakklætisskyni, og dundi þá við lófatak
úr öllum salnum. pá var blásið i lúðra:
„Yderst mod Norden lyser en ().“
Morguninn eftir, kl. 11 héldum vér sýningu á Fram-
nesi. Hafði verið slegið upp trépalli til þess að glíma
á, og var þak yfir. Kom það sér vcl, þvi að mikil rign-
ing var þennan dag. prátt fyrir óhagstætt veður var