Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 31
SKINFAXI 31 gagnólík áhrif á menn eí'tir hugarfari þeirra. — — B jarfsýni — trú á 1 í f i ð, m e n n i n a og liina huldu framtíð, — breytir öllum áhyggjum og sorgum í þroskameðul, en b ö 1 s ý n i ð bægir burtu geislum ijóssins.----- Yið þekkjum það öll, að illgresið vill taka birtu og næringu frá plöntunum, og þess vegna reynum við að uppræta það. Dimmar og daprar hugsanir eru illgresi hugans, — því ekki að reyna að uppræta þær. pvi leyf- um við þeim að kæfa plöntur gleðinnar og bjartsýnis- ins. — Ef tunnu er hvolft út á blómum skrýddan hlað- varpann á vordegi, þá verður á skömmum tíma grasið undir henni gnlt og visið. Blómin drúpa og grasið ligg- nr máttvana, af þvi birtuna vantar. Eitthvað líkt fer þeim manni, sem lokar huga sinum með sínum eigin dimmu hugsunum. Hugur hans verður Ijósvana eins og grasið undir tunnunni. Við gerum áreiðanlega of lítið að því að rækta hug- ann. Bægja burtu dimmum hugsunum en rækta þær björtu. Dapurlegar bugsanir mega ekki hreiðra sig í huganum, þá er bölsýnið á næstu grösum. Öll höl'um við veitt því eftirtekt, hve fagurt sólar- lag vekur hjá okkur angurbtiðar og háleitar hugsanir. Fagurt sólarlag felur í sér göfgandi og þroskandi feg- urð. Eg held þessi áhrif standi í sambandi við ást okk- ar á sólinni — ljósinu. Við erum bljúg og tilfinninga- næm, af þvi að sólin er að kveðja okkur. — Ástin lýsir sér ætíð heitast á skilnaðarstundunum. En eg þarf ekki að vera að minna ykkur á þetta. ]?ið vilið eins vel og eg, live ljósið er ykkur lcært. J?að þarf ekki að minna á ástina. Hún segir lil sín sjálf. En það er annað sem við þurfum stöðugt að hafa hug- l’ast, að ljós sálarinnar dofni ekki, eða deyi, i striti hversdagslífsins. — Við verðum að gæta þess, að eiga alt al' eitthvað sem okkur er kært, —- eitthvað, sem gefur eldsneyti í sálarlífið, — ást á lmgsjón, —

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.