Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 43
SKINFAXI 43 )?að er því áskorun mín til allra ungmennafélaga um land alt, að taka höndum saman og gera gangsköraðþví, að á næstu árum verði öllum örnefnum sem þekkjast, safnað, bæði í bygðum og óbygðum, og samdar ná- kvæmar skrár yfir þau, með skýrum lýsingum á þeim, og afstöðu þeirra innbyrðis og lil þeirra landshluta sem næstir liggja, svo bægt sé fyrir ókunnuga að þekkja þau eftir lýsingunni. Einnig þarf að skrásetja allar þær sagnir, sem menn þekkja að tengdar eru við örnefnin, og það þótt menn viti ekki sannsögulegt gildi þeiri'a, en þess bæri þá altaf að geta i upphafi sagnarinnar, bvort bún væri sann- söguleg eða þjóðsaga. Fyrir hvert býli ætti að vera sérstök skrá, er byrjaði á örnefnalýsingunum heima við bæinn, en endaði á þeim örnefnum sem fjærst lægju. Upp úr býlaskránum ætti að semja skrá fyrir hvem hrepp fyrir sig, og byrja á þingstaðnum og fara svo boðleið um breppinn. Fyrir sýslu bverja ætti að semja sameiginlega skrá, upp úr breppaskránum. Býlaskrárnar ættu að fylgja býlunum, en hreppa- skrárnar ættu að geymast með bókum breppanna, sem eru í vörslum hreppstjóra, og vera eign hreppanna. Sýsluskrárnar ættu að geymast á rikisskjalasafninu, og vera eign ríkisins. Við fyrsta álit mætti virðast svo, að vel mætti kom- ast af með býlaskrárnar eingöngu, eða breppaskrár eða sýsluskrár, en við nánari athugun sést, að til þess að •skrárnar komi að scm mestum notum, þurfa þær lielst að vera eins og áður greinir. Með býlisskrána i höndum hefir nýi ábúandinn skil- yrði til þess að þekkja örnefni býlis síns, en glatist skrá- in, sem ætíð getur komið fyrir, er fljótlega hægt að end- urnýja bana eftir breppsskránni. Finnig getur farið svo, að hreppsskrá glatist, og er þá hægt að fá hana

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.