Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 39
SKINFAXI 39 styrktu bestu glímumenn sína til þess að iðka glimur næslu ár, svo þeir geti orðið héruðum sinum og alþjóð til sóma á þingvöllum. Ekki mundi við eiga, að þreyta kappglímu á þjóðhátíðinni þannig, að einn glímdi við alla og allir við einn; það mundi taka of langan tíma, þar eð ætla má, að keppendur yrðu margir, og kappið um að halda velli verður stundum svo mikið i slíkum glímum, að iþróttin nýtur sín ekki vegna þess. Glímu- sýning mundi best við eiga, þar getur leikni glímumanna notið sin að fullu. þjóðlegt yrði það, og mundi verða áhrifamikið fyrir þá, sem sjaldan eða aldrei hafa glím- ur séð, að glímd yrði hændaglíma á hátiðinni. Mikils mun við þurfa, til þess að alt fari skipulega fram á pingvöllum 1930. Mundi mörgum þykja vel við eiga, að flokkur ungmennafélaga kæmi þar fram sem sjálfboðaliðar og gerðust hátíðar-verðir, yrðu þeir þá að sjálfsögðu að hera sameiginlegt merki ungmenna- félaga. — í hinum ágætu ritgerðum, sem Björn pórðarson hefir samið um hátíðahöld á pingvöllum, leggur hann til að reistar verði þar búðir í fornum stil, og í nefndar- áliti pingvallanefndar segir svo: „Fornmenjavörður hefir áformað að reisa við og tjalda að sumrinu eina af hinum gömlu búðartóttum frá 18. öld, og að hyggja að nýju eina húð stóra, svo sem helst má ætla, að verið hafi húðir fornmanna. Komið iiefir ungmennafélögum í hug að reisa búðir á pingvöllum, eina eða fleiri, ef leyfi fæst lil þess. Eru þau byrjuð á að safna fé til að standast kostnað þann, sem af því leiðir. Ekki er óhugsandi, að ung- mennafélagar fengju rétt til að reisa aðra hverja af húðum þeim, sem getið er um i nefndaráliti ]?ingvalla- nefndar. En hvað sem því liður, þá er hitt víst, að varla gætu ungmennafélagar gcrl þarfara verk en að reisa sér samkomustað á pingvöllum. Mætti hann vel vera gerður af torfi og grjóti, og tjaldaður innan að forn-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.