Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI glímusýning í T u rnhalle n, stærsta leikfimishúsl borgarinnar. Áður en sýningin hófst, atlmguðum vér glímusvæðið. Var þar upphækkaður pallur og breidd- ar þar á dýnur eins og tíðkast við grísk-rómveska glimu. Létum vér ryðja þessu burtu, en glímdum á heru gólf- inu. Aðsókn var mikil að þessari sýningu. Sýningum var liagað þannig: Fyrst voru öll lielstu brögð glim- unnar sýnd og varnir við þeim. Líka var útskýrt i*æki- lega, hvað teldist bylta í glímunni. Auk þessa höfðum vér bækling með oss, skrifaðan á nýnorsku, sem skýrði frá helstu atriðum glimunnar. Var hann og mikill styrk- ur fyrir áhorfendurna til þess að geta fylgst hetur með í íþróttinni. pvi næst glímdi einn við alla og allir við- einn. Hver lota stóð yfir i rúma mínútu. Áhorfendurnir virtust fytgjast allvel með i glímunni og klöppuðu óspart fyrir velteknu bragði eða góðri vörn. Á undan sýningunni hélt Eirik Hirth kennari ræðu. (Hirth var einn liinna norsku ungmennafél. er komu hingað i heimsókn 1914). Að sýningunni lokinni héll Jóhann Blytt kaupmaður snjalla ræðu fyrir frændþjóð- inni á íslandi. Að siðustu var hrópað margfalt húrra fyrir glímuflokknum. Seinna um kveldið var slegið upp veislu mikilli í stærsta samkomuhúsi ungmennafélaganna, „Gimli“. Var þarna fjölmenni mikið. par á meðal marg- ir Islendingar, sem J?á voru staddir i Björgvin. Yfir borðum voru ræður fluttar, margar og snjallar. Flutti Blytt kaupm. þróttmikið kvæði, er hann liafði sjálfur orkt, þar í var þetta erindi: „Vise de vil oss — Kampglade — gammel idrott glíma. — Fast de holder Fædrenes arv.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.