Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 25
SKINFAXI 25 þeir fundu ekki hellinn og hefir hann aldrei fundist síðan. En það var ætlun manna, að Hrefna i Hrefnu- l)úðum, gömul bústýra Bergþórs, hafi séð eftir gullinu og þvi vilt hygðarmönnum sýn og síðan slegið lmlu yf- ir hellinn. En fleiri munu þeir vera en mennirnir, sem gengu i Bergþórshelli, sem stundum veitir erfitt að greina gull frá einskisnýtu rjúpnalaufi. Ú 11 e g u m e n n i r n i r, þessir einrænu f jallahúar, voru bygðarmönnum oft á tiðum ærið hræðsluefni. peir voru svo sem vissir með að liirða feitustu sauð- ina af afréttinum fyrir göngurnar, en það var ekki þar með húið. peir gerðu sér kannske litið fyrir og sóttu efnilegustu heimasæturnar niður i sveitina, jafnvel þó svo stæði á, að þær væru að þvo brúðarkjólinn og unn- ustinn væri lagður af slað til að hjóða í veisluna. pað var ekkert að undra þó mönnum væri ekki vel við slíka ósvífni. peir, sem undu ekki á láglendinu leituðu upp lil fjallanna, þar sem útsýnin var mest og loftið hreint og moltulaust. peim var illa við dægurþrasið og deyfð- ardrungann í bygðinni. peim var kærust „brúðurin blárra fjalla.“ peir þorðu að leggja út á jökulinn í leit að gróðurhlettum — og fundu þá. peir voru gæfumenn í orðsins fylsta skilningi þrátt fyrir alt, sem mið- ur fór. pá kemur dökk fylking og dimm yfirlitum. pað eru d r a u g a r n i r. Óneitanlega hafa verið dapurlegar kvöldvökur á þeim hæjum, þar sem þeir riðu húsum og gengu ljósum logum. En sjaldan var það að ástæðu- lausu, því annaðhvort hafði einhver illgjarn náungi vakið upp drauginn og sent hann óvini sínum eða draugsi hafði hreint og beint risið upp af sjálfsdáðum til að hefna einhverra mótgerða, sem hann hafði orð- ið fyrir í lifanda lífi. Auk þeirra, sem áltu eitthvert erindi til vissra manna voru margir, sem flökkuðu um sér til dægrastyttingar eða gengu aftur til að leika sér

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.