Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 47
SKINFAXI
47
Mörgum liugsandi Eyfirðing svíður það sárt, að sjá
þessar síðustu skógarleifar héráðsins eyðast ár frá ári.
öft hefir K. H. skógfræðingur talað um, að nauðsyn-
legl væri að friða skóglendið með girðingu og eftirliti
trúrra manna. pó hefir ekkcrt orðið af framkvæmd-
um og féleysi jafnan borið við, enda hafa fjárframlög til
skógræktar verið næsta lítil hingað til. Nú er von um
að þetta lagist, því að stjórnarráðið leggur til, að veitl
verði meira á þessu þingi til skógræktar en gert hefir
verið hingað til. Ef sú tillaga verður samþykt, má gera
ráð fyrir að Leyningshólaskógur hafi eitthvað gott af
því, einkum þar sem Ungmennafélag Akureyrar hefir
nú fengið ráð yfir skóginum, og ætlar sér að sjá um, að
hann eyðist eklci meir en orðið er. En auðvitað krefst
það þess, að nokkru verði kostað til lians af almannafé.
Kalla má að þrjár sýslur í Norðlendingafjórðungi
séu nú gjöreyddar að trjágróðri, þó mun hver þeirra
eiga einn skógarblett. þeir eru sem síðustu ættliðir deyj-
andi kynslóðar og eiga í vök að verjast. Sárt er til þess
að hugsa, að menning eða ómenning hinnar 20. aldar
standi yfir moldum þeirra, en svo mun fara, ef ekki
verður bráðlega hafist handa og unnið að umbótum.
G. B.
Skagfirðingar-
Minna hefir kveðið að starfsemi ungmennafélaga í
Skagafirði um alllangt skeið en víða annarsstaðar. þó
hefir þetta breyst nokkuð síðastliðin ár. Félögum hefir
fjölgað, þau hafa myndað héraðssamband, þó ckki hafi
það enn gengið í U. M. F. I. Héraðssamb. efnir til
skemtunar fyrir sýslubúa á vorin, sýnir íþróttir og hef-
ir þá margt fleira með höndum, svo sem títt er á slík-
um samkomum. Lika lögðu allmargir ungmennafélag-
ar fund með sér s.l. sumar á Hegranesþingstað hinum