Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI ur mannsins, sem nútíma dulvísindi eru að gera að höfuðþætti mannlifsins, og sem trúarbrögð okkar kenna, að sé það eina aleina, sem ekki sé hégómi. Hið eina, sem ekki líður undir lok. Hið eina, sem er óháð dauðanum. Ef við nú reynum að hugsa okkur sálina persónu- lega, þá er léttast að Inigsa sér hana sem ljós. Lj ós- veru með mannlegri mynd, eða Ijós án myndar. ]?essa hugmynd styrkir og þjóðtrú og dulvisindi. Gamlar og nýjar sögur segja okkur frá skygnum mönnum, sem sjá Ijós við dánarheð manna. Sjá þau líða upp á við um loftvegu. Og við trúum þvi mörg, að það sé sál manns- ins, á leið til æðri heima — ríki guðs. Já, ljósið á sannarlega bústað í manninum, og það er ljósið í mannssálinni, sem gerir veröldina hlýja og bjarta, þegar hún birtist okkur þannig. pessi Ijós sálarinnar eru misjöfn. Sum sté>r, sum smá. Sumt eru Ijós, er lýsa i aldir tvær, — en sumt eru ljós, sem naum- ast megna að hrinda af sér skuggunum. pess vegna er stöðug barátta milli ljóss og skugga i hugarfari livers einasta manns. Sérhver tilfinninga næmur maður, hlýt- ur að finna til baráttu þessara andstæðu afla. Hver skyni gæddur maður, Idýtur að finna til þessara sveiflu- hreyfinga hugans. Annað veifið: veröldin björt, menn- irnir góðir, framtíðin tilhlökkunar efni. Hina stund- ina: heimurinn táradalur, mennirnir verstu dýrin, fram- líðin full af myrkri. pessar hugsanir brjótast út á víxl, eftir ýmsum atvikum, en — eftir því hvor verður að jafnaði yfirsterkari, gefum við mönnum, einkun bjartsýnis eða b ö 1 s ý n i s. ■— Já, eftir því livor hugsunin verður venjulega yfirsterkari, fer það, hvort lífsbraut einstaklingsins verður björt og blómum stráð, eða mæðuferð um dimma dali og daprar sléttur; því það fer mest eftir hugarfari, en ekki lífskjörum, hvort Jífið verður honum þjáning, eða björt þroskaleið til æðra lifs. Samskonar óliöpp og samskonar sorgir, hafa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.