Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 35
SKINFAXI
35
sitt 868 ár, og margir mikilhæfustu menn þjóðarinnar
vildu ekki annað heyra, en að Alþingi yrði háð á þing-
völlum, þá er það var endurreist. Tómas Sæmundsson
ritaði áköf eggjunarorð um þetta mál, þótt hann væri
þá lagstur á banabeð, og Jónasi Hallgrimssyni fanst það
helst hugfró eftir lát Bjarna, að hann þurfti ekki að lifa
við þá þjóðarskömm, að sjá Alþingi háð i Reykjavík.
Svo mjög voru hugir þeirra merku manna og margra
annara bundnir við þennan fomhelga stað, þó að aðrir
réðu meiru um, hvar þingið var sett.
A pingvöllum hefir verið sannkallaður þjóðskóli um
margra alda skeið. ]?ar liefir mátt sjá þjóðlíf vort í fjöl-
breyttastri mynd. J>ar hefir allan þjóðveldistímann og
eflaust miklu lengur, verið hægt að sjá og læra meira
og fleira en völ var á annarsstaðar. par hefir margsinn-
is verið kastað teningnum um örlög hinnar íslensku
þjóðar. Mætti þvi ætla, að hún myndi þann stað, sem
svo margar merkilegar minningar eru bundnar við.
1930 verður, sem kunnugt er, 1000 ára afmæli Al-
þingis, og um leið liins íslenska þjóðfélags. Hefir verið
rætt og ritað um, að skylt sé þjóðinni að balda veglega
hátíð á pingvöllum það ár. þó hafa rithöfundar og
ræðumenn verið furðu hljóðir um þetta mál, svo merki-
legt sem það er, og margir ætla að minna hafi verið
gert til þess að undirbúa hátíðina en þurft liefði að vera.
!?að hafa verið valdir menn til þess að semja sögu Al-
þingis, og á hún að vera komin út fyrir þjóðhátíðar-
árið. Lika hefir dóms- og' kirkjumálaráðuneytið skipað
þá Matthías ]?órðarson þjóðmenjavörð, Geir Zoéga
landsverkfræðing og Guðjón Samúelsson Iiúsameistara
í nefnd lil þess að athuga og semja tillögur um, hverj-
ar framkvæmdir og ráðstafanir sé nauðsynlegt að gera
á þhngvöllum og í nágrenninu í framtíðinni, eu þó sér-
staklega fyrir árið 1930. pingvallanefndin hefir nú gef-
ið út ítarlegt nefndarálit, og verður það eflaust rætt á
yfirstandandi Alþingi. Eru tillögur nefndarinnar að