Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI mestu um nýjar byggingar, sem hún telur að þurfi að reisa á þingstaðnum fyrir þjóðhátiðina, og um breyt- ingar á húsum þeim, sem þar eru fyrir. Lika telur nefndin nauðsynlegt, að ríkið fái meiri ráð en það hel'- ir yfir nágrenni pingvalla. Litið eða ekkert talar nefnd- in um, hvernig hátíðahöldum skuli haga, enda hefir víst ekki verið til þess ætlast, því að gert hefir verið ráð fyrir, að fleiri nefndir yrðu kosnar lil að sjá um liin ýmsu störf, sem þarf að vinna vegna hátiðarinnar. En ekki eru nefndir þær enn kjörnar, og þykir mörgum framkvæmdaleysið ískyggilegt. Björn ]?(')rðarson, hæstarjettarritari, liefir ritað merki- legar greinar um þjóðhátiðahöld Islendinga. Vill hann að sjálfsögðu, sem fleiri aðrir, láta vanda senr best til afmælishátíðarinnar, en telur líka nauðsynlegt að ping- vellir verði notaðir í framtíðinni sexn þjóðhátíðarstað- ur, annaðhvort á hverju ári eða með vissu árabili. — Leiðir hann rök að því, að þetta muridi þjóðinni mikill menningargróði. Gerir hann ráð l’yrir, að ungmenna- félagar bæði vilji og geti unnið allmikið fyrir þetta merkilega þjóðernismál; munu flestir honum samdóma um, að svo ætti og mætti verða. Guðmundur Finnbogason flutti hér erindi fyrir skömmu um pingvallahátíðina, og hefir nú birt það í „Andvara“. Telur hann að þjóðliátiðin verði dómsdag- ur, sem bajði erlendir og innlendir menn haldi yfir þjóð- inni, munu flestir taka undir það, að þetta sé hið mesta sannmæli. Guðmundur ber fram margar eftirtektar- verðar tillögur um, hvað beri að gera vegna hátiðar- innar. prjú atriði telur liann nauðsynlegust. pað fyrst, að semja mjög vandað og ítarlegt rit á erlendu máli, — helst ensku — um land og þjóð, Vill hann að rit þetta verði allvíðtækt; á það að lýsa sem flestu úr menningarlífi þjóðarinnar, bæði að fornu og nýju. pá vill hann að tekin verði kvikmynd af náttúru landsins og þjóðlífi okkar i sem flestum greinum, og vandað

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.