Skinfaxi - 01.03.1926, Blaðsíða 8
8
SKINFAXI
skera þar úr. En til þess er ekki aðeins nóg sérmentun,
eins og þarf til þess að rækta land, eða vera prestur,
:svo að eg taki tvö dæmi, er nærri liggja, heldur þari'
almenna mentun, mentun og þekkingu í ýmsum grein-
unx þjóðfélagsniálanna og mannlífssviðanna.
Og nú er eg komihn að því, ungu og efnilegu bænda-
efni, sem mér virðist vera ljóður á þeirri stétt íslensku
þjóðarinnar, sem þér munuð teljast til í framtíðinni,
íslensku bændastéttinni, að eg lxygg að segja megi, að
hún sé ekki nógu gagnmentuð, liafi of einskorðað sjón-
arhorf, of þröngan sjóndeildarhring og of litla getu
til að taka þann þátt í menningarstarfi þjóðarinnar
alment, sem hún vegna fjölmargra góðra kosta sinna
er sjálfkjörin til. Mig langar þvi til að gera þá kröfu
til yðar, eða minna yður á það á þessum nýju og merki-
legu tímum, sem framundan eru í íslensku þjóðlífi,
þar sem þér eigið að skipa vandasöm og vandskipuð
rúm, að yður ber að láta ekki sitja við þá þekkingu og
þroska, sem þér hafið öðlast, heldur auka að miklunx
mun, og ekki aðcins á sviði búfræðinnar — mér ligg-
ur við að segja miklu fremur á hinum almennu þj(’)ð-
lífs og mannlífssviðum — því að þér verðið ekki aðeins
kallaðir til þess að rækta ásinn, sem bíðiu-, heldur að
vaka yfir og stjórna þjóðlifinu með viti og þekkingu.
Og rétl er i því sambandi að minnast þess, að íslensk
menning hefir löngum þióast best og dafnað fyrir að-
stoð þeiri'a manna, er kynst liöfðu siðum, menningu og
sjónarhorfum erlendi'a mentaþjóða.. Mér virðist því
að framtíðarmenn íslensku þjóðarinnar megi ekki vei’a
heimalningar. pað er líka sagt, að heimskt sé heima
alið barn.
Ef eg skil i'étt hið besta, sem frarn liefir komið með
vestræmnn þjóðum síðan ái'ið 1914, þá er það fólgið í
þvi, að halda fram rétti hjartans og náttúrunnar. pað
or eins og Rousseau hinn frakkneski sé endurborinn,
en meginboðorð lxans var fólgið í þessum alkunnu orð-