Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1927, Page 14

Skinfaxi - 01.04.1927, Page 14
46 SKINFAXI við kunnum að hafa sjaldan fundið hana snerta okkur. Ekkert okkar mun vera svo snautt, að það hafi aldrei orðið lirifið af nálægð hans. Og hvílíkar stundir eru það. Nýir straumar leita upp úr djúpum sálar okkar og frjóvga það, sem skrælnað var áður i þurknum. Við eygjum eitthvað af guðs mikla veruleika og öll gleði heimsins verður að hcgóma hjá því, að vera hans barn, rólegt og óttalaust í föðurfaðmi hans. pessi reynsla okk- ar getur vaxið og líf okkar sífelt orðið auðugra og auð- ugra við hana. Til þess þarf að eins eitt, en hjá þessu eina verður ekki heldur lcomist, svo framarlega sem við eigum að öðlast þann þroska. pað er bæn, bæn í víð- tækri merkingu, þ. e. a. s. hugur og Iijarta, sem horfa við guði og leyfa geislum hans að koma inn. pvi að eins og guð lætur sól sína skína yfir alla, þannig lykur náð hans um hverja mannssál. pú getur byrgt ljósið úti, lagt lilera fyrir gluggana, þú getur jafnvel ímyndað þér, að það sé ekki til, en hversu lítið sem opnast, þá leitar það inn og birtir. pannig er þessi játning: Indæla jörð, þú mátt ekki reiðast, til einskis hef ég traðkað þín blóm. Guðlega sól, þéi lést geislana eyðast gagnslaust á húsin mín. pau voru tóm. Og ósegjanlega miklu þyngri verður hún, þegar það skilst, að hverja stund er jafnframt syndgað móti óend- anlegum kærleika guðs. Hefði ljós hans fengið að streyma inn, þá liefði lífið orðið alt annað. — Að visu hlýtur bæn að vakna í einhverri mynd, er við finnum áhrif frá guði gagntaka okkur, en sá hugur varir stund- um skamt; öldurnar lægir oft aftur undarlega fljótt og logn verður og ládeyðumók. Til varnar þvi þarf sál- in að taka á öllum viljaþrótti sínum og berjast fyrir

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.