Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1927, Side 16

Skinfaxi - 01.04.1927, Side 16
48 SKINFAXI 2. Starf okkar má ekki alt snúast um okkur sjálf. Að vísu verður það að byrja hið inni’a með okkur, áður en það nær til annara út á við, því að ella ættu þau við um okkur orðin: „Læknir, læknaðu sjálfan þig,“ eða: „Hræsnari, drag fyrst bjálkann út xir auga þínu, og þá muntu sjá vel til að draga út l'lísina úr auga bróður þíns.“ En gleymum við öðrum i þroskaleit okkar, þá verður liugurinn of þröngur, hjartað of hart, viljinn einhliða. Sá, sem lætur lilaðast múr milli sín og ann- ara rnanna, mun komast að raun um, fyr eða síðar, hversu hann slcyggir einnig á guð s.jálfan. Kærleikur okkar til guðs á einmitt að korna frarn í því, að við séum öðrum mönnum góð, og geti það orðið einhverj- um að liði, sem við eigum, þá að gefa það. Sjáir þú í anda bjarma ljóssins af hæðinni, sem birtist Páli forð- ,um á veginum, þá mundu einnig dæmi lians og settu það ekki undir mæliker, þvi að það á ekki að eins að lýsa þér. Hið þesta, sem við gætum gert öðrum, er við lifðum svo, að kristindómurinn hefði djúp áhrif á okk- ur, væri það, að við vektum sama ásetning hjá þeim, ef hann væri ekki þegar lifnaður. Mesta trú hefi eg á því, sem unnið verður til góðs í kyrþey og nálega án þess, að af þvi sé vitað. Svo er t. d. um einhver hollustu áhrifin, sem við höfum orðið fyrir, áhrifin frá mæðrum okkar. Jesús sagði, að um guðsriki væri eins og kornið, sem maður sæði í jörðina. Sæðið grær og vex, hann veit eigi með hverjum hætti: Af sjálfu sér ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið, þá fult hveitikorn í axinu. ]?að eitt, að þú hefir sjálfur tekið einlægan ásetning, hlýtur ósjálfrátt að glæða áhuga annara, jafnvel þó ekkert sé beint sagt né gert til þess, að vekja hann. Heimili þitt verður áreiðanlega kristnara við það. Öll eigum við einhverja vini og get- um átt með þeim dýrlegar unaðsstundir: Vinur talar við vin, og það hverfur meir og rneir, sem slcilur sálir þeirra, þeir verða í anda undursamlega nálægir hvor

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.