Skinfaxi - 01.04.1927, Qupperneq 17
SKINFAXI
49
öðrum. Aldrei skilst lífsskoðunin og lifsstefnan eins
vel. Væri þá ekki gott að geta sagt vini sínum eittlivað
það, er yrði honum styrkur í lífsstríðinu og hjálp til
þess, að lifa kristnu lífi. Á þann hátt mundi félagið okk-
ar breiðast út og ná til fleiri og fleiri, þvi að þeir yrðu
einnig með, er sami ásetningurinn vaknaði hjá. Félög
mynduðust víðsvegar og ættu mikinn lífskraft, þó þau
kynnu að vera fámenn. par sem tveir eða þrír eru sam-
an komnir í Jesú nafni, þar vill liann sjálfur vera mitt
á meðal þeirra. Færist Eiðasambandið þá nær þeirri hug-
sjón, er blasir við framundan því, að sameina sem flesta
unga menn undir merki kristindómsins i þvi trausti, að
svo reynist þeir guði og ættjörð sinni best. Eg sé í anda
þá tíð koma, þó við lifum það ef til vill ekki hér, að
kristið ungmennafélag verði i hverri sveit og hverjum
bæ þessa lands, ungir menn velji sér hvervetna Krist
að konungi og leiðtoga, tali hverjir við aðra um kenn-
ingu hans og kappkosti að fylgja henni í hreytni sinni,
eftir þvi sem þeim auðnast að skilja hana. Að þessu
eigum við að keppa, reyna að láta starf okkar verða
spor í áttina. Annars eru leiðirnar til þess, að vekja
þennan ásetning hjá öðrum, að lifa kristilegu lífi, ótelj-
andi og verður hver um sig að láta reynsluna kenna sér,
læra að skilja skapgerð þeirra, sem liann er með, og
yfirleitt kringumstæðurnar. J?á gelur oft eitt orð í
tíma talað eða bend'ng búið yfir undramætti til góðs.
Af sérstökum störfum, sem þó er stundum minna um
vert, mætti nefna t. d. sunnudagaskólaliald fyrir börn,
■endurvakning húslestra á heimilunum, hvatning til
k’rkjurækni og lestrar góðra bóka eftir kristna menn.
En hvaða leiðir sem eru farnar, þá er það víst, að gott
dæmi má sín mest. M.’r kemur til liugar það, sem sagt
var forðum um þorlák liinn helga, og vildi benda yþk-
ur á mynd til efkrbreytni, sem orðin bregða á loft:
Meir kostgæfir hann að gera sem best en mæla sem
flest. Slíkum manni hlýtur að verða mikið ágengt. Æf-