Skinfaxi - 01.04.1927, Qupperneq 21
SKINFAXI
53
ir, sem rísa munu á fót í framtíðinni, þurfa að vera
sjálfkjörnir gróðrarreitir ungmennafélaga. Skólastjór-
inn á Eiðum hefir betri aðstöðu en nokkur annar mað-
ur á Austurlandi til þess að verða ungmennafélögun-
um auslur þar að miklu liði. Skóli hans á að verða mið-
stöð félaganna.
Eiðasamband heitir félag eldri og yngri nemenda,
sem verið hafa á Eiðum. Heldur það mót einu sinni á
ári á Eiðahólma. — Erindi það, sem hér birtist, hélt
skólastjórinn við stofnun samb. þessa. — Skólastjóri
hefir boðið ungmennafélögum að lialda vormót i Eiða-
hólma, ef þau vildu mynda samband sín í milli, og'
boðist til að lána þeim samkomutjöld, bát o. fl., sem
nauðsynlegt er á slíkum samkomum. Einnig liefir hann
hvatt félögin til að halda íþróttanámskeið á vorin að
Eiðum. Nýlega hefir leikfimissalur verið reistur að Eið-
um, íþróttakennari verið ráðinn til að starfa þar og
iþróttaáhöld keypt til að nota við námið. Tjörn, vel
fallin til sundnáms, liggur við túnið.
Aðstaðan við Eiðaskóla og áhugi skólastjóra fyrir
ungmennafélagsmálum hlýtur að gefa ungmennafélög-
um austur þar byr í seglin. U. M. F. f. má ekki liggja
á liði sínu. Bráðlega þarf að senda menn austur til þess
að vinna að málefnum ungmennafélaga.
G. B.
Látum ljósin skína.
Látum ljósin sldna,
langnóttina stytta;
næturdrungann dvína,
daginn börn sín hitta.