Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1927, Qupperneq 26

Skinfaxi - 01.04.1927, Qupperneq 26
58 SKINFAXI Hátíðasalurinn er skreyttur íslenskum málverkum af ýmsum helstu sögustöðum landsins. pað er alvara í hverjum drætti og myndirnar tala máli sögunnar. — Borðsalurinn er blátt áfram og látlaus, fyrir alla, því að allir borða við sama borð, bæði kennarar og nem- endur. Herbergi nemenda eru hlý og þægileg, og iþrótta- skálinn og sundskálinn eins góðir og framast má verða. Og leikvellinum og skrúðgarðinum má ekki gleyma, sem hvorttveggja er þýðingarmikið atriði við slíka skóla. Og nú skulum við skygnast þarna inn um starfs- tímann. Hver dagur byrjar með söng. Nemendur og kennar- ar safnast saman á einn stað og syngja eitthvert ætt- jarðarkvæði, og svo hefst kenslan. Tunga og bókmentir þjóðarinnar skipa þar æðsta sess, þar næst saga og fé- lagsmál, og svo ýmsar almennar námsgreinar. Nokkrum sinnum i viku eru fyrirlestrar og samtöl um trúmál, uppeldismál og ýmsa hagnýta, sálræna þekkingu, sem öllum má að gagni koma i lífinu. Yfir kenslunni er L'tt og bjart, engar strangar yfir- beyrslur, og kennarinn liefir það glöggt í huga, að hann er þarna vegna nemendanna en þeir ekki vegna bans, að hann er þar sem leiðtogi, fyrst og fremst, en elcki sem fræðari eingöngu, og á milli lians og nemendanna er ynnilegt trausts-samband, eins og á milli barns og föðurs. pá er samlíf nemendanna eigi þýðingarminsti þátt- urinn í starfi þessara skóla. ]?ar læra æskumennirnir að beita kröftum sínum og þekkja sjálfa sig betur og hæfileika sina, læra að umgangast hver annan eins og sannir menn og skilja hver annars hugsjónir, veita hver öðrum samhjálp og samhygð. Og þar íæra þeir einnig að skemta sér á hollan og eðlilegan hátt, við söng og íþróttir og glaðan saklausan leik. Kenslan og samlífið miða mjög að þessu þrennu: að vekja viljalífið, tilfinningalífið og trúarlífið.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.