Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 3
SKINFAXI 163 mætti verða okkur öllum til lærdóms, þess lærdóms, sem yrði þess megnugur, að kenna olckur öllum að þekkja og muna ávalt eftir bróðurskyldunum, en gleyma þeim aldrei. Úti á hinu víðlenda akurlendi atburðanna bjóðast næg tækifærin. Tækifærin, að gæta bróður síns. Göng- um aldrei fram bjá þeim tækifærum og gleymum aldrei að verða þeim til styrktar, sem stuðnings þarf, svo lengi sem okkar eigin þróttur leyfir. Látum frásögnina um Kain minna okkur á, svo við gleymum því aldrei, að okkur er ætlað að gæta bræðra oklcar og systra. Að okkur er ætlað að berjast þeirri baráttunni, sem leiðir til bjargar veikari meðbræðra okkar. Ilrópandi rödd kallar til okkar víðsvegar á jörðunni. Sú rödd spyr og segir: Hvar er bróðir þinn. Hvað lief- irðu gert? Getur þú svarað þeirri rödd og sagt: Eg gæti bróður míns. Eg befi reist þann, sem fallið hefir. Eg liefi ekki brotið hinn brákaða reyr. Stöðuglega hefi eg kappkost- að að veita þeim lið, sem lirasað hefir og farið halloka fyrir einhverri áslríðunni. Eg efa, að allir geti svarað svo af sönnum hug. Eða Iivað haldið þið t. d. um þá menn alla, sem stuðla hvað mest að litbreiðslu áfengis í heiminum? Haldið þið að þeir menn, sem rétta flöskuna — hinn beiska bikar — í máttlitlar greipar hins ósjálfbjarga ofdrykkjumanns, geti með sanni sagt: „Eg gæti bróður míns.“ — Og Iialdið þið, að þeir menn, sem draga sig í blé, en liafa þó bæði þekkingu og nægilegt vit til þess að vekja fræðslu og siðgæðistilfinningu hjá þeim mönnum, sem óafvitandi og af þekkingarskorti leiddust út á glap- stigu ofdrykkjunnar, geti með sanni sagt: „Eg gæti bróður míns.“ pið, ungmenni! Lífssólin er enn skamt á veg kom- in á æfihimni ykkar. Sólbjartur morgunroði lýkur þar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.