Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 21
SKINFAXI 181 vonir. Blettirnir okkar urðu víðast hvar til mikillar byrði, en litillar gleði. Svona liðu árin. Almenningur Iiristi höfuðið. „Svona fara allar fram- kvæmdir ungmennafélaganna,“ sagði liann, en enginn, hvorki einstakir menn, félög eða landsstjórnir íreyst- ust þó til að framkvæma það, sem þeir ámæltu ungm.- fél. fyrir að heykjast undir. Arin liðu og alt upp að 20, frá stofnun U.M.F. pá kemur út i Búnaðarritinu ritgerð eftir Metúsalem Stef- ánsson, er hann nefndi „Hugur og hönd“. Sú ritgerð var síðar sérprentuð og send U.M.F. um land alt. petta rit varð þeim hin mesta happasending, því það vakti áliuga þeirra á þessu máli að nýju og liina djörfustu trú á fullum sigri ef með liagsýni væri unnið. parna lærðum við, að við eigum að byrja á börnunum, strax í bernsku þeirra og steppa þeim ekki aftur, og að við eigum að kenna þeim hinar réttustu og bestu að- ferðir til allra verka, svo að þau sjái og þreifi á og skilji til fulls, hversu nauðsynlegt það er að vita, og að vita rétt. En þó á umfram alt að hjálpa þeim til að finna starfsgleðina sjálfa. A sambandsþingi U.M.F. i júni s.l., var þetta mál rætt allitarlega, og greindi menn ekki á um orð eða atvik. parna var um gamalt og kært stefnuskráratriði að ra'ða, og var því tekið tveim liöndum. pað er víst, að ungm.fél. standa óskift að þessu máli, en láta sér gömut víti að varnaði verða, og fara nú að engu óðs- lega. pað þarf vel að atlrnga hvernig best verður að þessu unnið liér i landi, hvaðan liægt verður að vænta fjárstyrks, hvernig séð verður fyrir öruggum mark- aði o. fl. Leitað verður fyrir um þetta og aðferðir reynd- ar á litlu svæði fyrst, áður en slept verður út um tandið. Félögum er óhætt að bíða rólegum, það kemur röðin að þeim, þegar teið er fundin og reynt, að hún er sæmilega fær.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.