Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 10
170 SKINFAXI Mætti ætla, að auðvelt væri að verja sjálfan sig og vernda aðra frá áfengisnautn i bannlandi, en jmð er öðru nær en svo sé. Hróp og háðsyrði dynja á um.félögum fyrir afskifti þeirra af þessum málum. Nautnamenn og oflátungar vilja drekka og dansa, þeir segjast vera frjálslyndir ungmennafélagar, og Iialda langar ræður um þröngsýni félaganna, og höftin, sem þau leggi á einstaklingsfrelsið. ]?eir flvtja tillögur um afnám hindindis í félögunum, og þegar tillögurnar eru feld- ar, nota þeir allskonar undirróður og baknag, til þess að níða félögin. Alt er þetta með ráði gert. Jðað á að reyna að nota samábyrgð ungmennafélaga til þess að hylja skáðann og skömmina, sem óreglumennirnir hafa af því að vera fýsnum sínum liáðir. Óreglumenn Iiafa líka sannarlega átt liauk í horni fram að þessu, hjá þeim voldugu. StæTstu hlöð þjóðar- innar hafa þrásinnis mælt með áfengi, bæði beint og óbeint. ping og stjórn hafa skapað heljarmikla stofnun i höfuðstað landsins til þess að selja áfengi, og þáð var ekki látið hér við lenda, áfengi er alstaðar selt þar, sem einhver von er um marga munna til þess að dreypa í dropann. Dýr hús eru notuð, fjöldi manna er hálaunaður og tugum þúsunda er hent úr landi fyrir áfengi. Sannar- lega er miklu fórnað á altari Bakkusar. „]?angað er klárinn fúsastur, sem liann er mest kvalinn.“ petta sannast á íslensku þjóðinni. Öldum saman liefir áfeng- isnautn verið eitthvert viðhjóðslegasta sjálfskaparvíti hennar, Var það vorkunn þó svo væri meðan hún var öðrum háð og ósjálfbjarga, meðan alt var í höndum erlendra okrara, sem notuðu allar klær til þess að sjiiga merg og hlóð úr landsins börnum. En nú er talað um íslenskt fullveldi, sjálfstæða þjóð, framfara og menn- ingarþjóð. Framfarirnar og menninguna skortir ekki hlótsyrði til þess að fita áfengispúkann, enda dafnar hann vel. Hvað skortir? Heilbrigt uppeldi og sannan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.