Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 7
SKINFAXI 167 að sjálf „innliniunin“ gamla gat ekki orðið — í raun og framkvæmd — svo mikilsverð fyrir Dani, sem ein- rnitt hið gagnkvæma jafnrélti þegnanna, sem nú (samkv. Samhandslögunum frá 1918) útilokar tilkall vort til allra vorra sérstöku landsréttinda. -— Lengra en það var ekki unt að ganga Dönum í vil. — það eina atiiði, jafnrétti þegnanna tryggir nú Dönmn (með Sambandslögunum) ekki að eins það, er þeir sótt- ust mest eftir, sem var „innlimun“ landsins í lúð danska riki, m e ð sérstökum 1 a n d s r é 11 i n d u m til handa landsmönnum, heldur innlimun þess í fram- kvæmd, án viðurlcenningar nokkurra sérstakra landsrétti n. d a. Með þvi eina atriði eru þeim trygð að fullu yfirráðin yfir íslandi um alla framtíð, að því lej’ti sem þeir kæra sig um þau, vegna fjöl- mennis þeirra og afstöðu landanna, eins og betur mun sjást eftir 25 ár frá 1918 — samanber hluttöku Dana nú í útgáfu aðalmálgagns ríkisstjórnar hins fullvalda rikis, íslands. — Eða bvað geta íslendingar mað sann- gjrjíi sagt nú — samkvæmt Sambandslögunum frá 1918 — gegn þesskonar stáðreyndum, sem hluttöku Dana í útgáfu Morgunblaðsins ? Geta Danir ekki, samkvæmt Sambandslögunum eignast hvað sem vera skal og náð undir sig öllum þeim völdum yfir útgáfu blaða og bverju sem er öðru, er þeir vilja og lientugleilcar leyfa á hverjum tima, með fullum réttindum innborinna íslendinga. — Eir það ekki einmitt það meðal annars, sem „jafnrétti þegn- anna“ þýðir? Ef ekki, hver og hvar eru þá takmörkin? Hvaða ákvæði annað en jafnrétti þegnanna gat hugsast svo örugt, til þess að innlima að fullu og öllu ísland í hið danska ríki? þesskonar hlutir, sem slík fullnaðarinnlimun, gerast auðvitað ekki að fullu alt í einu, um leið og lögin. En engan spámann ætti að þurfa til að sjá það, hvert stefnt er nú með Sambandslögunum frá 1918, að þvi er

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.