Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 27
SKINFAX 187 Helgi Valtýsson fimtugur. Fæstir af þeim niörgu ungmennafélögum, sem þekkja Helga Yaltýsson, munu liafa gert sér nokkra grein fyrir aldri hans, svo ungur sem hann er í anda og að ytri vallarsýn. pað kom því flestum á óvart er það kvisað- ist nokkurra manna í milli, að brátt ætti hann fimtugs- afmæli, en það var 25. okt. síðasta. Að kveldi þess dags hélt U. M. F. Velvakandi honum samsæti i Iðnó og sátu það milli 40 og 50 félagar. Form. félagsins mælti fyrir minni heiðursgestsins og afhenti lionum að gjöf frá félaginu veglega bókahillu, gerða af Ríkarði Jónssyni af miklum hagleik og hugviti. Hún er 160 sentímetra löng og eru sinn hvoru megin við miðflötinn, sem er nokkru hærri, greypt geysthlaup- andi hreindýr og í baksýn austfirsk stuðlabergsfjöll, en af Austfjörðum er Helgi ættaður. — Undir er greypt með höfðaletri: „Eldr es beztr með íta sonum.“-------- „Hjarðir þat vitu nær heim skulu renna.“ Á miðflöt- inn er greypt æskugyðjan Iðunn, sitjandi á íslensku birkitré, með eplin í nægtahorni, sem vex út úr stofni trésins. En á umgerð flatarins er greypt með höfðaletri: „Helgi Yaltýsson fimtugur — 1877 — 25. okt. — 1927 — frá U. M. F. Velvakandi“. Á bríkunum er Pegasus og eru vængir hans bókastoðirnar. — Mun Skinfaxi bráðlega flytja mynd af grip þessum. — Fyrir minni tslands talaði Arngrimur Kristjánsson, en Rikarður Jónsson fyrir minni konu Helga, Björn Birnir flutti honum heillaósk frá U. M. F. Afturelding en Steindór Björnsson frá Bandalagi Tóbaksbindindis- félaga íslands. Margar fleiri ræður voru þar fluttar, m. a. hélt Jóhannes Jósefsson íþróttakappi snjalla og kjarnyrta ræðu og flutti kvæði það, sem birt er hér í blaðinu. Var þarna margt sagt, mikið sungið og kveð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.