Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 14
174 SKINFAXI gerast sem mikilvirkastir í þessum efuum. En því virð- ist fjarri fara. pótt lífið krefjist daglega af mönnum að þeir geti gert grein fyrir skoðunum sínum i heyr- anda hljóði, og ýmsir mikilvægir þættir örlaga landa og þjóða séu undir orðsnild komnir, má svo að orði kveða, að dauð mál og ónýt séu upp grafin og i lcór leidd, en list hins lifandi orðs á krókbekk keyi’ð. ]>ví verður tæpast neitað, að á vorum dögum tala menn o f m i k i ð og um o f m a r g t, en það hindrar engan veginn nauðsyn þá, að h e t u r sé talað. II. Enginn skyldi ætla að einhlítt reynist að lesa hækur og nema reglur, íil þess að verða mælskur. Hér gildir það sama og sagt verður um allar aðrar listir: Enginn verður listamaður, sem eigi hefir þætti listarinnar undna i eðh sitt — með öðrum orðum — er fæddur listhæfur. pess eru dæmi að snjöllum hrag- fræðing er ekki unt að koma saman vísuparti svo í lagi sé, og hljóðfæraleikanda, sem hergnemur tilheyr- endur sína, er tíðum öldungis ókleift að smíða lag- stúf; þeim er e y r a ð gefið, en ekki a n d i nn. Mælska er frainar öllu skapandi list, og skaparaeðl- ið er ávalt gefið, en verður aldrei lært. Stúfar þessir eiga ekkerl erindi til þeirra, sem hlotið hafa að vöggugjöf gáfur snillingsins; þeim er líka holl- ast að ldýða á sinn eiginn „genius“ og læra af honum. En — margir eru kallaðir, cn fáir litvaldir, og holt er miðlungum að vita, að með elju og dugnaði má hlása loga úr neistum, og skapa úr miðlungi — ef ekki listamann þá a. m. k. þann, sem fær er í flest- an sjó. Menn læra því að eins að Icika á ldjóðfæri að þeir setjist við það og knýi nóturnar, eða þenji bogann; og því að eins læra menn að synda að þeir komi í vatn. Brandes segir frá fundi liinna leiðandi mahna í

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.