Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 5
SKINFAXI 165 Þjóðhátíðin og fullveldið. (Ritað 1924). Einhver H. H. skrií'ar í „Vísi“ 2. ágúst s. 1. grein um þjóðhátíðina hér á landi 1874. I endir þeirrar greinar kemst hann svo að orði: „pegar vér i dag höldum hátið og minnumst 50 ára afmælis stjórnarskrárinnar, eigum vér fyrst og fremst að minnast leiðtoga vorra í baráttunni, sem leiddi til sigurs 1874. peir hörðust harðri haráttu og útlitið var lengi tvísýnt. Á köldum tímum héldu þeir eldinum lif- andi í sál þjóðarinnar. pá dreymdi um fullkomið sjálf- stæði íslands, En þeir fengu að eins að skygnast inn i fyrirheitna landið, en ekld að stiga þangað fæti sínum. Nii liafa draumar þeirra ræst. Vér, sem nú lifum, höf- um skorið upp ávextina af starfi þeirra. Rlessuð sé þeirra minning!“ petta er vel og maklega mælt og síst um of, áð því er snertir þá mætu, góðu menn, foringja frelsisbaráttu vorrar til 1874. Eg trúi því, að skjöldur þeirra hafi ver- ið svo hreinn sem íslenski heiðbláminn og að tilgang- ur þeirra hafi verið heilagur, sem sé: frelsi, sómi og sjálfstæði, Iieill og hamingja þjóðarheildarinnar, en ekki há laun og völd þeirra sjálfra, eða einstakra fárra tnanna, yfir fjármunum og lögum, heill og högurn þjóðfélagsins. En það, að kalla fullveldisaflagið okkar — eins og það er og liefir birst oss þessi árin síðan 1918 — „ávöxt af starfi þeirra manna“ athugasemdalaust, finst mér vera ómakleg móðgun í þeirra garð, er þörf sé á að út- skýra og mótmæla betur en eg er fær um að gera. Eða segið mér hverjir þeir eru og live margir, þessir „vér“, er skorið hafa upp þá ávexti síðan 1918, fremur en áður, er samsvari lilgangi þeirra frelsisvina. peir ættu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.