Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 28
188 SKINFAXI skapur góður. Stóð hóf þetta til miðnættis og á eftir skamma stund stiginn vikivaki undir stjórn Helga, en að lokum fylgdu allir heiðursgestinum heim. Fjöldi heillaskeyta bárust Helga, m. a. frá ung- mennafélögum, héraðssamböndum, stjórn U. M. F. í. o. fl., og vissu þó næsta fáir um heiðursdag þcnnan, af þeim fjölda vina, sem hann liefir eignast víðsvegar um landið. Helgi hefir jafnan látið málefni ungmennafélaganna til sín taka og hvorki sparað fé né fyrirhöfn til að veita þeim að málum. Hann var einn af stofnendum U. M. F. Reykjavíkur 1906 og Sambands U. M. F. 1 1907. Skinfaxa stofnaði hann 1911 og gaf út uns liann fór utan 1913. Öll þessi ár var hann í fyrirlestraferðum milli félaganna víðsvegar um landið og vakti ættjarðar- ást og liugsjónir hjá íslenskum æskulýð með áliuga þeim og eldfjöri, sem liann á í ríkara mæli en flestir aðrir. — Strax eftir að hann kom heim aftur 1920 fór hann að taka þátt í störfum félaganna og þegar U. M. F. Reykjavíkur var lagt í rústir en U. M. F. Velvak- andi stofnað 1925, var liann einn af stofnendum þess. — Helgi Valtýsson er orðinn hálfrar aldar gamall. En það varðar engu liversu árin eru mörg, þvi hann er og v e r ð u r altaf æskunnar maður — yngsti karlinn og yngsti ungmennafélaginn — í anda. Og þess vegna flytja nú íslenskir æskumenn og ung- mennafélagar honum hlýjar kveðjur og kærar þakkir fyrir alt hans starf á liðnum árum, með heitri ósk um að fá að njóta krafta hans um langa framtið. Guðbjörn Guðmundsson. ATH. Vegna mjög mikilla anna í prentsmiðjunni var ekki hægt að senda liefti þetta fyrir nýár. Eru kaup- endur heðnir að aísaka þetta. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.