Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.12.1927, Blaðsíða 23
SKINFAXI 183 og e. t. v. víðar, og er stundir líða, í þennan sameigin- lega sjóð er þátttakendur mynda. 6. gr. Iíennari skal vera einn fyrir hvert félag ef unt er, annars fyrir 2—3 félög ef þau eru skamt hvert frá öðru; gjalda þau þá lilutfallslega laun kennarans 7. gr. Áður en kennari tekur að sér þetta starf, skal honum vel ljós andlega hliðin á þessu máli, ekki síður en hin verklega. þess vegna skal halda námskeið með lcennurum svo fljótt sein þarf, eða strax og þátttöku- félögum fjölgar nokkuð. I ræktunarnefnd U. M, F. í. Guðrún Björnsdóttir. Guðbjörn Guðmundsson. Sigurður Greipsson.“ 1 sumar er leið var að eins byrjað á þessu starfi í tveim ungmennafélögum. Undirtektir og skilningur var í besta lagi, þar sem til var leilað. Tími til undirbún- ings var stuttur, enda var byrjunin ekki umsvifamikil, víðasthvar fenginn hluti úr heimagarðinum. Á þrem bæjum voru nýir garðar gerðir, og á einum bæ rutt land og brotið til nýyrkju og sáð i höfrum auk garð- ávaxta (rófur, kartöflur). þessi lilli vísir gekk ekki illa, vöxlur alstaðar sæmi- legur. Besta kartöfluspretta var lijá Iijalta pórðarsyni, 15 ára pilli á Æsustöðum í Mosfellssveit. Vegið var undan tveimur grösum og reyndist 1900 gr. Sveinn Jónsson, 15 ára piltur í Helgadal í Mosfells- sveit átti stærstar næpur. Hans stærsta næpa var 1325 gr. Iíarl Andrésson á Hálsi í Kjós, 15 ára piltur, átti þyngstu gulrófuna, 1200 gr. Hann ól einnig upp stærsta blómkálshöfuðið, en það var 280 gr. pað var að vísu ekki ýkjastórt, en þess ber að gæta, að þvi var sáð úti í maílok, en tekið upp fyrir 25. sept. Á Æsustöðum var hreðkum tvisáð og náðu bestu sprettu í bæði skiftin.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.